Innlent

Feginn að þessu sé lokið

Allir starfsmenn SPRON á uppsagnarfresti fengu launin sín greidd í gær en slitastjórn SPRON hafði lofað því að það yrði gert.

„Mér finnst gott að þingmenn sýndu þann vilja að breyta þessu," segir Ósvaldur Knudsen, talsmaður fyrrum starfsmanna SPRON, sem segist jafnframt feginn að þessu sé lokið.

Mikill styr hefur staðið um launagreiðslur til starfsmanna SPRON en sett voru lög á mánudag þar sem slitastjórninni var veitt heimild til að greiða út launin. Slitastjórninni hafði ekki talið sér heimilt að greiða út launin.

- vsp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×