Innlent

Hreindýratímabilið hafið

Hreindýraveiðitímabilið hefst í dag og má veiða 1.333 dýr, eða jafnmörg og í fyrra. Fyrst í stað má aðeins skjóta fullorðna tarfa, en þegar líður á tímabilið má veiða fleiri kýr en í fyrra. Þrátt fyrir almennan samdrátt í þjóðfélaginu munu öll veiðileyfi vera uppseld eins og undanfarin ár og veiðimenn á biðlista, ef einhverjir forfallast.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×