Innlent

Þúsundir minka dauðir í Skagafirði

MYND/AFP

Mikið tjón hefur orðið í minkabúinu á Skörðugili í Skagafirði en þar hafa á þriðja þúsund minka drepist eftir að hafa sýkst af lungnabólgu undanfarið. Frá þessu greinir skagfirski fréttamiðillinn Feykir og hefur eftir Einari Einarssyni, ráðunauti og bónda að Skörðugili að um bráðsmitandi pest sé að ræða sem orsakast af bakteríu sem algeng er í umhverfinu en verður hættuleg þegar vissar aðstæður skapast eins og mikill raki og stillt veður.

Alls hafa á þriðja þúsund drepist af þeim fjórtán þúsundum minka sem voru í búinu frá því að veikin kom upp fyrir rúmri viku. Lyf sem sporna við veikinni hafa ekki verið til á landinu en Einar segir að von sé á súlfalyfjum sem ætti að slá á veikina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×