Innlent

Opnuð í húsi SPRON í ágúst

spron-húsið Bókabúð Máls og menningar verður til húsa hér. Húsið hefur staðið autt frá því að starfsemi SPRON var hætt þar í mars.
spron-húsið Bókabúð Máls og menningar verður til húsa hér. Húsið hefur staðið autt frá því að starfsemi SPRON var hætt þar í mars.

Bókabúð Máls og menningar verður opnuð í gamla SPRON-húsinu á Skólavörðustíg í ágúst. Leigusamningur búðarinnar á Laugavegi 18 rennur út um mánaðamótin og eigendur búðarinnar sáu sér ekki fært að ráða við hækkun á leigu þar.

„Við ætlum að bretta upp ermar og opna sem fyrst,“ segir Elsa María Ólafsdóttir verslunar-stjóri. Kaffihús verður í nýjum húsakynnum og allt á einni hæð. „Það er gott aðgengi fyrir hjólastóla, sem er mikið fagnaðarefni.“ - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×