Innlent

Mótmæla forgangsröðun í fyrirhuguðum vegaframkvæmdum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Umhverfis- og samgönguráð Reykjavíkurborgar mótmælti á fundi sínum í gær áherslum og forgangsröðun verkefna sem fram koma í tillögum að niðurskurði á framkvæmdafé Vegagerðar ríkisins fyrir árið 2009.

„Verði þessar tillögur að veruleika mun aðeins lítið brot af framkvæmdafé Vegagerðarinnar í ár fara til höfuðborgarsvæðisins, þrátt fyrir að 70% af umferð sé á þessu sama svæði." segir í samhljóða bókun ráðsins.

Ráðið mótmælir sérstaklega að ekki verði hafnar framkvæmdir við aðalsamgönguæðar í Reykjavík enda telur ráðið um afar brýnt verkefni að ræða með tilliti til greiðra samgangna, umferðaröryggis og loftgæða í borginni.

Þá telur ráðið að áherslur ríkisins beri ekki með sér að hagkvæmni og arðbærni fjárfestinga sé höfð að leiðarljósi. Afar mikilvægt sé að forgangsraða samgönguverkefnum með tilliti til hagkvæmni, umferðaröryggis og umhverfisáhrifa,"




Fleiri fréttir

Sjá meira


×