Erlent

Líkir ástandinu í Teheran við knattspyrnuleik

Mahmoud Ahmadinejad
Mahmoud Ahmadinejad
Mahmoud Ahmadinejad nýkjörinn forseti Írans líkti óánægju andstæðinga sinna og mótmælum þeirra við knattspyrnuleik. Hann lofaði kosningarnar og sagði þær endurspegla vilja fólksins fyrir umheiminum.

„Sumt fólk er tilfinninganæmt og verður spennt," bætti hann við þessu skrýtnu ummæli sínu. „Eins og ég sagði, þá líki ég ástandinu við knattspyrnuleik. Þeirra lið van ekki leikinn," sagði Ahmadinejad.

Ástandið sem hann var að bera saman við knattspyrnuleik var í höfuðborginni Teheran í nótt en þá voru yfir hundrað manns handteknir og þurfti lögregla meðal annars að beita táragasi. Fólkið er ósátt með úrslit forsetakosninganna í landinu.

„Þegar allt kemur til alls, þá held ég ekki að við eigum í miklum erfiðleikum. Tilfinningar fólks eru miklar og stundum gerir það hluti úti á götum, við erum hinsvegar með fjörutíu milljónir manna sem studdu okkur og það sem er að gerast á götum er eins og knattspyrnuleikur."




Tengdar fréttir

Átök í Teheran vegna úrslita forsetakosninganna

Til átaka hefur komið milli stjórnarandstæðinga og lögreglu í Teheran, höfuðborg Írans, í dag eftir að tilkynnt var að Mahmoud Ahmadinejad hefði verið endurkjörinn forseti landsins í kosningum í gær.

Segir kosningarnar hafa verið algjörlega frjálsar

Mahmoud Ahmadinejad sem var endurkjörinn forseti Írans í gær segir að kosningarnar hafi veirð algjörlega frjálsar og heilbrigðar. Ahmadinejad var kosinn til næstu fjögurra ára en hann vísar þeirri gagnrýni á bug að einhver brögð hafi verið í tafli. Til átaka kom í höfuðborginni Teheran þegar ljóst úrslit kosninganna lágu fyrir en margir bjuggust við að Ahmadinejad myndi tapa kosningunum.

Ahmadinejad endurkjörinn forseti Írans

Mahmoud Ahmadinejad var endurkjörinn forseti Írans í kosningum í gær þar sem áttatíu prósent kosningabærra Írana greiddu atkvæði. Samkvæmt yfirlýsingu kjörstjórnar er búið að telja um áttatíu prósent atkvæða og Ahmadinejad fengið sextíu og fimm prósent þeirra en helsti andstæðingur hans, Mír Hossein Músaví, leiðtogi umbótasinna og fyrrverandi forsætisráðherra Írans, aðeins þrjátíu og tvö prósent atkvæða.

Fleiri en hundrað handteknir í Teheran í nótt

Fleiri en hundrað umbótasinnar voru handteknir í Íran í nótt eftir að þeir og mörg þúsund manns til viðbótar mótmæltu í gær úrslitum forsetakosninga í landinu fyrir helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×