Innlent

Herbert kosinn formaður Borgarahreyfingarinnar

Herbert Sveinbjörnsson
Herbert Sveinbjörnsson
Í gær var haldinn aukaaðalfundur Borgarahreyfingarinnar. Þar var kosin ný stjórn sem situr til aðalfundar í haust. Kosningin fór fram með rafrænum hætti en í stjórn voru kjörnir 8 og 5 til vara. Kosningin gekk þannig fyrir sig að sá sem fékk flest atkvæði varð formaðru stjórnar en það var Herbert Sveinbjörnsson. Lilja Skaftadóttir fékk næst flest atkvæði og varð varaformaður. Baldvin Jónsson varð síðan í þriðja sæti og er ritari flokksins.

Aðrir í stjórn eru eftirtaldir:

Sigurður Hr. Sigurðsson, meðstjórnandi

Björg Sigurðardóttir, meðstjórnandi

Margrét Rósa Sigurðardóttir, meðstjórnandi

Ingifríður Ragna, meðstjórnandi

Valgeir Skagfjörð, meðstjórnandi

Varamenn:

Þór Saari

Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Margrét Tryggvadóttir

Guðmundur Andri Skúlason

Sævar Finnbogason




Fleiri fréttir

Sjá meira


×