Lífið

Kurr Amiinu ómar í nýjustu mynd Moodyssons

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Amiina ásamt Kippa Kaninus og Magnús Trygvason Eliassen.
Amiina ásamt Kippa Kaninus og Magnús Trygvason Eliassen.
Tónlist eftir hljómsveitina Amiinu hljómar víða í nýjustu kvikmynd Lukas Moodysson sem er nú í kvikmyndahúsum víða um heim. Myndin er fyrsta kvikmynd Moodysson á enskri tungu og fara þar stórstjörnur á borð við Michelle Williams og Gael Garcia Bernal með aðalhlutverk.

Sólrún Sumarliðadóttir í Amiinu segir Moodysson hafa haft samband að fyrra bragði og verið mjög hrifinn af breiðskífu þeirra, Kurr, og heyrast tvö lög af þeirri plötu í myndini.

Lukas Moodysson er þekktastur fyrir myndirnar Tillsammans og Lilya-4-Ever.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.