Innlent

Hátt í 20 skip að veiða norsk-íslenska síld

Stóru fjölveiðiskipin, sem voru á makrílveiðum þar til þær voru stöðvaðar nýverið, eru nú farin að veiða síld úr norsk-íslenska síldarstofninum norðaustur af landinu. Hátt í 20 skip, eða nær allur uppsjávarflotinn, er kominn á veiðarnar og eru nokkur skip á landleið með fullfermi eftir góða veiði í gær. Reynt verður að frysta sem allra mest af aflanum til manneldis, en afgangurinn fer í bræðslu. Engin sýking er í norsk-íslensku síldinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×