Selur börnin í auglýsingar 22. maí 2009 06:30 Dr. Gunni segir að tekjurnar sem Dagbjartur vinni sér inn sem auglýsingaleikari fari í örugga sjóði. „Ég myndi aldrei setja þau í námugröft. Eða láta þau í að draga kerrur í álveri. En ef þeim býðst auðveld vinna við leik – þá telst það ekki barnaþrælkun,“ segir Gunnar L. Hjálmarsson tónlistarmaður – betur þekktur sem neytendafrömuðurinn Dr. Gunni. Nú er í birtingu glæsileg auglýsing frá Kjörís þar sem má sjá rauðhærðan drenghnokka í rólu með íspinna. Þessi drengur er Dagbjartur Óli Gunnarsson, sonur Dr. Gunna. „Já, sonur minn er þarna í aðalhlutverki og dóttir mín í litlu aukahlutverki í löngu útgáfunni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem sonur minn er í auglýsingu,“ segir Dr. Gunni og bendir á að Dagbjartur hafi einnig birst í auglýsingu þar sem vakin er athygli á Glitnisbankadagatali. Dr. Gunni hefur verið atkvæðamikill í umfjöllun sinni um neytendamál, skrifað í Fréttablaðið og vel þekkta bloggsíðu sína en hann hlaut einmitt hin íslensku neytendaverðlaun og tók við þeim úr hendi þáverandi viðskiptaráðherra, Björgvin G. Sigurðssyni, í maí árið 2008. Það er því ekki úr vegi að spyrja Dr. Gunna, sem þann neytendafrömuð sem hann er, hvort þarna sé komið gráupplagt kreppuráð: Að selja börn sín í auglýsingar? Dr. Gunni telur það ekki galið. „Þau bara vinna fyrir sér. Þetta fer allt í örugga sjóði, Sjóð 9 og svona. Ég meina, það er alltaf verið að safna í bauka og inn á bók. Ef þau geta fengið gott innlegg fyrir að vera brot úr degi í auglýsingagerð er það hið besta mál. En ég er ekki eins og pabbi Home Alone gæjans [Macauley Culkin] – ég ætla ekki að troða þeim þangað. Ég fór til dæmis ekki með soninn í prufu þegar auglýst var eftir rauðhærðum krökkum í Georgs Bjarnfreðarmyndina. Enda er sonur minn allt of sætur til að geta hafa verið Georg ungur,“ segir Dr. Gunni. Og bætir því við að líklega sé það nú svo að frami sonar hans í auglýsingum standi í beinu samhengi við þá staðreynd að vinur hans, Jón Þór, starfar við gerð auglýsinga hjá Filmus. Það var kvikmyndafyrirtækið Filmus sem stóð að gerð auglýsingarinnar sem er sérstök afmælisútgáfa en auglýsingastofan Vatikanið framleiddi. Arnar Knútsson hjá Filmus segir Kjörís-menn til algerrar fyrirmyndar – þeir hafi haft vaðið fyrir neðan sig og pantað auglýsinguna með góðum fyrirvara. Hún var sem sagt gerð í fyrra en oft sé það svo að menn vilji koma í birtingu sumarauglýsingu þegar þeir sjá fyrstu sólarglennuna. En þá eigi eftir að gera auglýsinguna.jakob@frettabladid.is Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
„Ég myndi aldrei setja þau í námugröft. Eða láta þau í að draga kerrur í álveri. En ef þeim býðst auðveld vinna við leik – þá telst það ekki barnaþrælkun,“ segir Gunnar L. Hjálmarsson tónlistarmaður – betur þekktur sem neytendafrömuðurinn Dr. Gunni. Nú er í birtingu glæsileg auglýsing frá Kjörís þar sem má sjá rauðhærðan drenghnokka í rólu með íspinna. Þessi drengur er Dagbjartur Óli Gunnarsson, sonur Dr. Gunna. „Já, sonur minn er þarna í aðalhlutverki og dóttir mín í litlu aukahlutverki í löngu útgáfunni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem sonur minn er í auglýsingu,“ segir Dr. Gunni og bendir á að Dagbjartur hafi einnig birst í auglýsingu þar sem vakin er athygli á Glitnisbankadagatali. Dr. Gunni hefur verið atkvæðamikill í umfjöllun sinni um neytendamál, skrifað í Fréttablaðið og vel þekkta bloggsíðu sína en hann hlaut einmitt hin íslensku neytendaverðlaun og tók við þeim úr hendi þáverandi viðskiptaráðherra, Björgvin G. Sigurðssyni, í maí árið 2008. Það er því ekki úr vegi að spyrja Dr. Gunna, sem þann neytendafrömuð sem hann er, hvort þarna sé komið gráupplagt kreppuráð: Að selja börn sín í auglýsingar? Dr. Gunni telur það ekki galið. „Þau bara vinna fyrir sér. Þetta fer allt í örugga sjóði, Sjóð 9 og svona. Ég meina, það er alltaf verið að safna í bauka og inn á bók. Ef þau geta fengið gott innlegg fyrir að vera brot úr degi í auglýsingagerð er það hið besta mál. En ég er ekki eins og pabbi Home Alone gæjans [Macauley Culkin] – ég ætla ekki að troða þeim þangað. Ég fór til dæmis ekki með soninn í prufu þegar auglýst var eftir rauðhærðum krökkum í Georgs Bjarnfreðarmyndina. Enda er sonur minn allt of sætur til að geta hafa verið Georg ungur,“ segir Dr. Gunni. Og bætir því við að líklega sé það nú svo að frami sonar hans í auglýsingum standi í beinu samhengi við þá staðreynd að vinur hans, Jón Þór, starfar við gerð auglýsinga hjá Filmus. Það var kvikmyndafyrirtækið Filmus sem stóð að gerð auglýsingarinnar sem er sérstök afmælisútgáfa en auglýsingastofan Vatikanið framleiddi. Arnar Knútsson hjá Filmus segir Kjörís-menn til algerrar fyrirmyndar – þeir hafi haft vaðið fyrir neðan sig og pantað auglýsinguna með góðum fyrirvara. Hún var sem sagt gerð í fyrra en oft sé það svo að menn vilji koma í birtingu sumarauglýsingu þegar þeir sjá fyrstu sólarglennuna. En þá eigi eftir að gera auglýsinguna.jakob@frettabladid.is
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira