Innlent

Bátur strandaði í Kollafirði

Björgunarbátur frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu kom fólki, á farþegabáti við Lundey í Kollafirði, til bjargar á fjórða tímanum í dag þegar farþegabáturinn strandaði. Tíu manns voru um borð en þeim var hjálpað í land og sakaði þá ekki, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þess er nú beðið að hægt verði að koma bátnum á flot aftur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×