Lífið

Andlát Jacksons rannsakað sem morðmál

Var hann myrtur?
Var hann myrtur?

Slúðurvefsíðan TMZ, sem greindi fyrst frá andláti Michael Jackson, segir að lögreglan í Los Angeles rannsaki nú andlát konungsins sem morðmál. Dr. Conrad Murray, einkalæknir Jacksons liggur undir grun.

Murray er grunaður um að hafa gefið Jackson banvænan skammt af lyfinu Propofol, en lyfjaglös merkt því lyfi fundust á heimili Jackson daginn sem hann dó.

Vefsíðan segir að heimildir innan lögreglunnar segi að nú þegar liggi fyrir haldbærar sannanir sem gefi til kynna að Dr. Murray hafi veitt Jackson hinn banvæna skammt. Meðal sönnunargagna eru fjöldi hluta sem fannst á heimili Jackson, þar á meðal búnaður til lyfjagjafar og súrefnistankur. Lögmenn Murray´s vildu ekki tjá sig um málið, hvorki játa því né neita, en málið hefur ekki verið sent til saksóknara.

Fyrir skemmstu hélt LaToya Jackson, systir Michael, því fram að bróðir sinn hefði verið myrtur og tóku fæstir mark á yfirlýsingum hennar. Nú gæti verið hún hafi eitthvað til sín máls.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.