Sjö með Svínaflensu á Íslandi Kristín María Birgisdóttir skrifar 15. júlí 2009 19:12 Svínaflensutilfelli hér á landi eru nú orðin sjö. Aðstandandi eins úr hópi þeirra sem smitast hefur, undrast hve litlar upplýsingar komi frá heilbrigðisyfirvöldum. Sóttvarnarlæknir sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann staðfesti þrjú ný tilfelli. Um er að ræða ungt fólk á tvítugsaldri sem öll eru nýkomin frá Ástralíu og Bandaríkjunum. Þau veiktust öll eftir að þau komu heim. Ættingi manns sem greindist með flensuna er rúmliggjandi en hefur enn ekki fengið staðfest hvort hann sé með svínaflensuna. Í samtali við fréttastofu sagðist hann undrast hver litlar upplýsingar hann fengi frá heilbrigðisyfirvöldum. Sýni hafi verið tekið úr honum í gær þar sem náinn ættingi hans liggur nú sárlasinn vegna flensunnar. Hann sagðist undarlega að málum staðið og fannst óþægilegt hve lítil eftirfylgnin væri. Hann sagði einkenni flensunnar vera hita og beinverki. Annar viðmælandi fréttastofu, sem veiktist af svínaflensu fyrir helgi sagði einkennin svipuð annari inflúensu, hiti, beinverkir og hálsbólga. Hann vildi ekki koma fram undir nafni, af ótta við að ofsahræðsla myndi grípa um sig í nágrenni við heimili hans. Hann var að koma frá Ástralíu ásamt fjölskyldu sinni. Kærasta hans fékk líka flensuna en aðrir fjölskyldumeðlimir virðast hafa sloppið. Hann er sáttur við að hafa fengið flensuna nú ekki í haust þegar hún væri jafnvel búin að stökkbreyta sér. Nú væri hann vonandi kominn með mótefni og að það væri fínt að vera búinn að klára þetta og að hann sé á batavegi. Sóttvarnarlæknir hvatti í dag lækna til að taka sýni hjá sjúklingum með inflúensulík einkenni. Norðmenn, Bretar og Ástralir hafa pantað bóluefni fyrir alla þjóðina, Íslendingar fyrir helming og Þjóðverjar fyrir þriðjung. Bóluefnið er enn í framleiðslu og þróun og verður ekki til fyrr en eftir nokkra mánuði. Það verður af mjög skornum skammti þegar það berst til landsins og þá á eftir að koma í ljós hvort hægt verði að nota það. 589 hafa nú látist úr flensunni um víða veröld. Tengdar fréttir Fórnarlamb svínaflensu: „Eins og hver önnur flensa“ „Þetta var bara eins og hver önnur flensa,“ segir tvítugur karlmaður sem situr nú heima í sóttkví, smitaður af svínaflensu. Maðurinn er nýkominn frá Ástralíu þar sem hann dvaldist í sex vikur ásamt fjölskyldu sinni. Kærasta mannsins smitaðist einnig af flensunni en aðrir fjölskyldumeðlimir virðast hafa sloppið. 15. júlí 2009 15:02 Ísland hefur tryggt sér 300 þúsund skammta af bóluefni gegn svínaflensu Ísland hefur tryggt sér kauprétt á allt að 300 þúsund skömmtum af bóluefni gegn inflúensu A, sem var eitt sinn kölluð svínaflensan, samkvæmt tilkynningu sem Sóttvarnarlæknir og Ríkislögreglustjóri sendu frá sér sameiginlega. 15. júlí 2009 10:58 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Svínaflensutilfelli hér á landi eru nú orðin sjö. Aðstandandi eins úr hópi þeirra sem smitast hefur, undrast hve litlar upplýsingar komi frá heilbrigðisyfirvöldum. Sóttvarnarlæknir sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann staðfesti þrjú ný tilfelli. Um er að ræða ungt fólk á tvítugsaldri sem öll eru nýkomin frá Ástralíu og Bandaríkjunum. Þau veiktust öll eftir að þau komu heim. Ættingi manns sem greindist með flensuna er rúmliggjandi en hefur enn ekki fengið staðfest hvort hann sé með svínaflensuna. Í samtali við fréttastofu sagðist hann undrast hver litlar upplýsingar hann fengi frá heilbrigðisyfirvöldum. Sýni hafi verið tekið úr honum í gær þar sem náinn ættingi hans liggur nú sárlasinn vegna flensunnar. Hann sagðist undarlega að málum staðið og fannst óþægilegt hve lítil eftirfylgnin væri. Hann sagði einkenni flensunnar vera hita og beinverki. Annar viðmælandi fréttastofu, sem veiktist af svínaflensu fyrir helgi sagði einkennin svipuð annari inflúensu, hiti, beinverkir og hálsbólga. Hann vildi ekki koma fram undir nafni, af ótta við að ofsahræðsla myndi grípa um sig í nágrenni við heimili hans. Hann var að koma frá Ástralíu ásamt fjölskyldu sinni. Kærasta hans fékk líka flensuna en aðrir fjölskyldumeðlimir virðast hafa sloppið. Hann er sáttur við að hafa fengið flensuna nú ekki í haust þegar hún væri jafnvel búin að stökkbreyta sér. Nú væri hann vonandi kominn með mótefni og að það væri fínt að vera búinn að klára þetta og að hann sé á batavegi. Sóttvarnarlæknir hvatti í dag lækna til að taka sýni hjá sjúklingum með inflúensulík einkenni. Norðmenn, Bretar og Ástralir hafa pantað bóluefni fyrir alla þjóðina, Íslendingar fyrir helming og Þjóðverjar fyrir þriðjung. Bóluefnið er enn í framleiðslu og þróun og verður ekki til fyrr en eftir nokkra mánuði. Það verður af mjög skornum skammti þegar það berst til landsins og þá á eftir að koma í ljós hvort hægt verði að nota það. 589 hafa nú látist úr flensunni um víða veröld.
Tengdar fréttir Fórnarlamb svínaflensu: „Eins og hver önnur flensa“ „Þetta var bara eins og hver önnur flensa,“ segir tvítugur karlmaður sem situr nú heima í sóttkví, smitaður af svínaflensu. Maðurinn er nýkominn frá Ástralíu þar sem hann dvaldist í sex vikur ásamt fjölskyldu sinni. Kærasta mannsins smitaðist einnig af flensunni en aðrir fjölskyldumeðlimir virðast hafa sloppið. 15. júlí 2009 15:02 Ísland hefur tryggt sér 300 þúsund skammta af bóluefni gegn svínaflensu Ísland hefur tryggt sér kauprétt á allt að 300 þúsund skömmtum af bóluefni gegn inflúensu A, sem var eitt sinn kölluð svínaflensan, samkvæmt tilkynningu sem Sóttvarnarlæknir og Ríkislögreglustjóri sendu frá sér sameiginlega. 15. júlí 2009 10:58 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Fórnarlamb svínaflensu: „Eins og hver önnur flensa“ „Þetta var bara eins og hver önnur flensa,“ segir tvítugur karlmaður sem situr nú heima í sóttkví, smitaður af svínaflensu. Maðurinn er nýkominn frá Ástralíu þar sem hann dvaldist í sex vikur ásamt fjölskyldu sinni. Kærasta mannsins smitaðist einnig af flensunni en aðrir fjölskyldumeðlimir virðast hafa sloppið. 15. júlí 2009 15:02
Ísland hefur tryggt sér 300 þúsund skammta af bóluefni gegn svínaflensu Ísland hefur tryggt sér kauprétt á allt að 300 þúsund skömmtum af bóluefni gegn inflúensu A, sem var eitt sinn kölluð svínaflensan, samkvæmt tilkynningu sem Sóttvarnarlæknir og Ríkislögreglustjóri sendu frá sér sameiginlega. 15. júlí 2009 10:58