Lífið

Samstaða milli leikfélaganna

Lét til skarar skríða Guðmundur réðst í að stofna félag íslenskra framhaldsskólaleikfélaga.Fréttablaðið/Arnþór
Lét til skarar skríða Guðmundur réðst í að stofna félag íslenskra framhaldsskólaleikfélaga.Fréttablaðið/Arnþór

Félag íslenskra framhaldsskólaleikfélaga, FÍFL, var stofnað fyrir stuttu.

„Við erum að fara af stað með þessa hugmynd sem tilraun. Seinustu ár höfum við verið að gefa öðrum framhaldsskólaleikfélögum afslátt eða frítt á okkar sýningar og fengið í staðinn einhvers konar afslátt eða frítt á þeirra sýningar. Þetta er í raun bara þróuð útgáfa af því," segir Guðmundur Felixson formaður Herranætur og einn stofnenda FÍFL.

Hann segir félagið hugsað sem tengslanet á milli framhaldsskólaleikfélaga. Afslátturinn verður þá staðlaður og nýtist hann leikurum sem og öðrum aðstandendum sýninga innan félagsins.

„Megin markmið félagsins er að virkja áhuga á leiklist innan framhaldsskólanna og auka samstarf á milli leikfélaganna."

Þá verður vefsíða félagsins, fifl.is, drjúg fyrir leikfélögin, en þar munu allar upplýsingar um sýningar vetrarins liggja fyrir. Er enginn rígur á milli skóla? „Alls ekki, það er mjög mikil samstaða, þó að leikfélögin séu eins mismunandi og þau eru mörg."

Hugmyndin kom fyrst upp fyrir tveimur árum. „Formaður Herranætur, Thelma Marín Jónsdóttir, var alltaf með þessa hugmynd að stofna Fífl. Svo var ekkert meira gert í því. Núna, tveimur árum síðar, ákvað ég að láta til skarar skríða og hafði samband við alla formenn leikfélaganna."

Félagið er í mótun í sumar, en vefsíðan og önnur starfsemi þess hefst með haustinu. -kbs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.