Innlent

450 opinberir starfsmenn með meira en milljón á mánuði

Skúli Helgason
Skúli Helgason
Um 450 starfsmenn ríkissins er með meira en milljón í tekjur á mánuði. Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar sem á sæti í vinnuhópi um ríkisfjármál telur að það geti skilað hundruðum milljóna til ríkisins að lækka laun þessara opbinberu starfsmanna. Þetta kom fram í kvóldfréttum Sjónvarpsins.

Ríkisstjórnin hefur gefið það út að enginn opinber starfsmaður eigi að vera með hærri laun en forsætisráðherra sem er með rúmar 900.000 krónur á mánuði.

Þessar tölur koma frá starfsmananskrifstofu fjármálaráðuneytisins, en þær ná yfir laun tæplega 18.000 starfsmanna ríkisins í mars á þessu ári.

Helmingur þessara starfsmanna er með heildarlaun undir 400.000 krónum á mánuði. 3% þeirra hafa hins vegar meira en milljón á mánuði. Athygli vekur að 40% af launum þess hóps eru hvorki dagvinnulaun né yfirvinna, heldur flokkast undir "önnur laun."

648 starfsmenn heyra undir kjararáð. 23 þeirra eru með meira en milljón á mánuði, sem er líka um 3%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×