Lífið

Morðvopnið notað til að steikja hamborgara

Kristján Már Unnarsson skrifar
Hótel Bjarkarlundur
Hótel Bjarkarlundur
Hótel Bjarkalundur í Reykhólasveit er orðinn sögustaður eftir þættina um Georg Bjarnfreðarson og félaga og sækist fólk nú í að skoða vettvang og leikmuni helstu atburða Dagvaktarinnar. Morðvopnið, pannan sem Gugga fékk í hausinn, er ennþá notað til að steikja hamborgara.

Bjarkalundur er ekki bara elsta sveitahótel á Íslandi, nú er það orðið frægasta sveitahótelið eftir að sjónvarpsþáttaröðin um Dagvaktina sló í gegn á Stöð 2 í haust. Hótelstjórinn segir að viðskiptin hafi aukist vegna þáttanna og margir láti taka ljósmynd af sér á þeim stöðum þar sem helstu atriðin voru tekin upp.

Þarna er allt eins og það var í sjónvarpsþáttunum. Þarna er matsalurinn og barinn, en svo virðist sem eldhúsið hafi mesta aðdráttaraflið enda gerðist þar örlagaríkasti atburðurinn þegar Gugga var slegin í hausinn með pönnu.

Og nú þarf að auka við gistirýmið. Búið er stækka tjaldstæðið og bæta við litlum sumarhúsum. Hótelstjórinn var þó ekki alveg sáttur við hvernig þáttaröðin endaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.