Innlent

Hörð aftanákeyrsla í Mosfellsbæ - tafir á umferð

Nokkuð hörð aftanákeyrsla var við Hringtorg í Mosfellsbæ fyrir stundu til móts við Álafossveg. Að sögn lögreglu var tilkynnt um áreksturinn klukkan 13:07 en enginn var fluttur á slysadeild samkvæmt þeirri bókun sem varðstjóri hafði þegar Vísir ræddi við hann. Hann segir nokkrar tafir vera á umferð á svæðinu og býst hann við að svo verði áfram.

Ræsa þarf út rannsóknardeildina og svona atvik taki alltaf einhvern tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×