Pjattrófa dælir bensíni 15. maí 2009 07:00 Sjaldan hefur önnur eins fegurð mætt þeim sem vildu taka bensín og í gær. Ungfrú Vesturland segir bensínafgreiðsluna enga stjarneðlisfræði en þó var vissara að hafa starfsmann N1 til aðstoðar.fréttablaðið/anton „Þetta gekk ljómandi vel. Og við stóðum okkur allar vonum framar,“ segir Aníta Lísa Svansdóttir – ungfrú Vesturland og hugsanlega verðandi Ungfrú Ísland. Í gær fóru keppendur í Ungfrú Ísland-keppninni á nokkrar bensínstöðvar til að dæla bensíni, athuga með olíu á bílum viðskiptavina N1 og setja rúðupiss á þá bíla sem þess þurftu við. Allt til stuðnings góðu málefni en þessi gjörningur var liður í fjáröflun til styrktar langveikum börnum. Safnað var rúmlega tvö hundruð þúsund krónum og N1 lagði hundrað þúsund krónur á móti þannig að rúm þrjú hundruð söfnuðust. Aníta Lísa var hress og segist ekki vera vön bensínafgreiðslu eða því að athuga með olíu á sínum eigin bíl. „Maður er alltaf að læra eitthvað nýtt. Þetta er svo sem engin stjarneðlisfræði. En þetta var frekar fyndið. Við vorum allar í gallabuxum á háum hælum. Og ég var pjattrófa við þetta. Þurfti hanska. Vildi ekki maka olíu á mig og fötin. Þannig að þetta var fyndin sjón,“ segir Aníta fjallhress. Keppnin Ungfrú Ísland er eftir viku eða 22. þessa mánaðar. Brjálað stress að sögn Anítu sem segir um að gera að hafa gaman af þessu. „Þetta er ótrúlega skemmtileg lífsreynsla og allt öðruvísi en undankeppnirnar. Miklu fagmannlegri undirbúningur og stífar æfingar.“ Aníta er Skagastelpa og í fótbolta, starfar sem þjálfari hjá Val en er nýlega gengin til liðs við FH-inga. Og er ánægð með það – segir gaman að koma að því liði til að byggja upp. Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Vance á von á barni Lífið Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira
„Þetta gekk ljómandi vel. Og við stóðum okkur allar vonum framar,“ segir Aníta Lísa Svansdóttir – ungfrú Vesturland og hugsanlega verðandi Ungfrú Ísland. Í gær fóru keppendur í Ungfrú Ísland-keppninni á nokkrar bensínstöðvar til að dæla bensíni, athuga með olíu á bílum viðskiptavina N1 og setja rúðupiss á þá bíla sem þess þurftu við. Allt til stuðnings góðu málefni en þessi gjörningur var liður í fjáröflun til styrktar langveikum börnum. Safnað var rúmlega tvö hundruð þúsund krónum og N1 lagði hundrað þúsund krónur á móti þannig að rúm þrjú hundruð söfnuðust. Aníta Lísa var hress og segist ekki vera vön bensínafgreiðslu eða því að athuga með olíu á sínum eigin bíl. „Maður er alltaf að læra eitthvað nýtt. Þetta er svo sem engin stjarneðlisfræði. En þetta var frekar fyndið. Við vorum allar í gallabuxum á háum hælum. Og ég var pjattrófa við þetta. Þurfti hanska. Vildi ekki maka olíu á mig og fötin. Þannig að þetta var fyndin sjón,“ segir Aníta fjallhress. Keppnin Ungfrú Ísland er eftir viku eða 22. þessa mánaðar. Brjálað stress að sögn Anítu sem segir um að gera að hafa gaman af þessu. „Þetta er ótrúlega skemmtileg lífsreynsla og allt öðruvísi en undankeppnirnar. Miklu fagmannlegri undirbúningur og stífar æfingar.“ Aníta er Skagastelpa og í fótbolta, starfar sem þjálfari hjá Val en er nýlega gengin til liðs við FH-inga. Og er ánægð með það – segir gaman að koma að því liði til að byggja upp.
Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Vance á von á barni Lífið Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira