Innlent

Vill breyta Evróputilskipun um innistæðutryggingar

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og þingmaður Samfylkingar, í ræðustól Alþingis.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og þingmaður Samfylkingar, í ræðustól Alþingis.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, er í tölvupóstviðtali hjá bandaríska tímaritinu Forbes á föstudag undir liðnum Forbes Woman, þar sem áhrifakonur á ýmsum sviðum eru teknar tali.

Jóhanna fer um víðan völl í viðtalinu og talar um Evrópusambandið, endurfjármögnun bankanna, lánið frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, hert eftirlit með fjármálageiranum, niðurskurð stjórnvalda í kjölfar bankahrunsins og uppbyggingu álvera í landinu svo dæmi séu nefnd.

Jóhanna segir meðal annars að Íslendingar muni tvímælalaust reyna að fá tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar breytt, fái Ísland aðild að sambandinu. Þá geri Íslendingar jafnframt ráð fyrir að taka þátt í endurskoðun á fiskveiðistefnu sambandsins. Jóhanna segir bjartsýn á þetta takist, þar eð Evrópusambandið hafi ekki þjóðarhagsmuni aðildarríkjanna að engu.

Viðtalið, sem ber fyrirsögnina Fixing Iceland, eða Ísland endurreist, má lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×