Innlent

Hálka um land allt

Færð er slæm víða um land. Á Suðurlandi er hálka og hálkublettir. Hálka er á Reykjanesbraut. Snjóþekja er á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum. Á Vesturlandi er snjóþekja, hálka og hálkublettir. Hálkublettir eru á Holtavörðuheiði.

Búast má töfum á umferð á milli Þórshafnar og Raufarhafnar.

Á Vestfjörðum er hálka, skafrenningur og éljagangur. Hálka og skafrenningur er á Kleifaheiði og Klettsháls. Ófært er um Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði. Þungfært er um Steingrímsfjarðarheiði og stórhríð og beðið er með mokstur vegna veðurs.

Á Norðurlandi er snjóþekja, hálka, hálkublettir, éljagangur og sumstaðar snjókoma. Á Austurlandi er snjóþekja, hálka og hálkublettir. Þungfært er um Breiðdalsheiði. Á Suðausturlandi er snjóþekja, hálka, hálkublettir og éljagangur sumstaðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×