Lífið

Eminem fékk boruna á Bruno í andlitið - myndband

Eminem með boruna á Bruno í andlitinu.
Eminem með boruna á Bruno í andlitinu.

Rapparinn Eminem rauk út af MTV kvikmyndahátíðinni sem haldin var í gærkvöldi, eftir að leikarinn Sacha Baron Cohen lenti með rassinn á andlitinu á honum.

Sacha sem er hvað þekktastur fyrir að túlka hinn klikkaða Borat var í líki tískulöggunnar Bruno í gær. Sá karakter hefur ekki síður slegið í gegn en hann kom fljúgandi inn í salinn til þess að kynna ein verðlaunin.

Rapparinn var í áhorfendaskaranum þegar samkynhneigða tískulöggan kom fljúgandi yfir áhorfendskarann. Þegar hann var beint fyrir ofan Eminem féll hann niður og lenti með rassinn beint framan í rapparann.

Eminem var lítið skemmt og félagar hans fleygðu Bruno af honum. Strax í kjölfarið rauk Eminem út af hátíðinni í fússi.

Miðlar vestanhafs velta nú fyrir sér hvort Eminem hafi verið hluti af atriðinu eða hvort honum hafi í raun og veru ofboðið.

Hægt er að sjá myndband af atriðinu á þessari síðu hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.