Lífið

James Blunt tekinn saman við Íslandsvin

Íslandsvinurinn og hjartaknúsarinn James Blunt er sagður hafa tekið saman við annan Íslandsvin, listakonuna Natöshu Archdale. Sú er fyrrverandi sundfatafyrirsæta, en gerir nú klippimyndir af nöktum líkömum úr dagblaðasnifsum.

Verk hennar njóta mikilla vinsælda þrátt fyrir að kosta um 15 þúsund pund hvert. Natasha hefur meðal annars gert verk fyrir Dorrit Moussaief forsetafrú, og er að vinna að mynd fyrir Nelson Mandela. Hún sagði í viðtali við Sun að henni bærust nú fjöldi pantana sem tengdust efnahagshruninu. Þannig vildi einn bankamaður fá mynd af nakinni fyrirsætu, sem eingöngu væri gerð úr dagblaðapappír með fréttum af hruni Lehman Brothers. Hún vildi ekki gefa upp nafn bankamannsins, en sagði hann vinna fyrir samkeppnisbanka.


Tengdar fréttir

Sat forsetafrúin nakin fyrir?

Dorrit Moussaief forsetafrú kann þá list að kaupa gjafir fyrir þá sem allt eiga. Eins fram kom í vikunni gaf hún vini sínum, milljarðamæringnum Stephen Schwarzman stjórnarformanni Blackstone Group LP eins stærsta fjárfestingarfélags heims, mynd af nakinni eiginkonu hans í sextugsafmælisgjöf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.