Lífið

Össur með kosningahroll

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra er kominn með kosningahroll ef marka má mælingar með nýjustu tækni. Össur greinir frá því á blogginu sínu að hann hafi hitt frumkvöðulinn og eðlisfræðinginn Kristinn Johnsen hjá Mentis Cura sem komst að þessari niðurstöðu. Mentis Cura er fyrirtæki sem hefur þróað tækni til að greina Alzheimers og ADHD með því að mælad heilabylgjur.

Kristinn grunaði Össur um að vera að farast úr stressi eins og aðra stjórnmálamenn á þessum síðustu og verstu. Ekki vildi Össur kannast við það, enda lífsglaður að upplagi og með óbilandi trú á því að vandræði þjóðarinnar leystust fyrr en fólk grunaði. Kristinn sagði auðvelt að komast að því hvort væri með því að mæla heilabylgjur ráðherrans.

„Iðnaðarráðherra var með sterkar alphabylgur, og því stresslaus," segir á blogginu. „Það vakti hins vegar athygli Kristins að mælingin sýndi merkilegt frávik, sem hann hafði ekki séð áður. Yfir þessu lá eðlisfræðingurinn drykklanga stund. Síðan leit hann upp með glampa snillingsins í augum, og lagði fram greiningu sína, sem kann að hafa pólitíska þýðingu: Heilabylgjumæling Mentis Cura á iðnaðarráðherra sýndi svo ekki varð um villst að það er kominn í hann kosningaskjálfti!"






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.