Sveppi kemur sér í form 12. september 2009 06:00 Fyrir átak. Við bíðum spennt eftir „eftir“-myndinni. Sveppi er kominn með nóg af ístrunni framan á sér. Hann ætlar að léttast um níu kíló undir leiðsögn Gillzeneggers. „Ég þarf að fara niður í 80 kíló. Það er markmiðið. Ég er svona 88,7," segir sjónvarpsmaðurinn Sverrir Þór Sverrisson, best þekktur sem Sveppi. Nektarmyndir af Sveppa birtust í þætti hans og Audda á föstudaginn í síðustu viku. Myndirnar, sem voru teknar í hótelherbergi í Finnlandi, komu Sveppa í opna skjöldu og hann sór þess eið að komast í betra form. „Ég er í mjög slæmu formi miðað við hvernig ég var í boltanum í gamla daga," segir Sveppi. „Ég var harður! Menn eru enn þá að tala um snúningana mína í hægra horninu í ÍR." Líkamsræktarfrömuðurinn Egill „þykki" Einarsson sér um að tálga kílóin utan af Sveppa, sem er afar ósáttur við valið. „Mér finnst hann óþolandi," segir Sveppi. „Hann er svo klikkaður, algjör steik. Ég er í nettri tilvistarkreppu. Ég nenni þessu ekki, síst af öllu með Gillz, en ég verð að gera þetta! Þetta er mjög erfitt, enda græt ég mig í svefn á kvöldin." Málið reynir augljóslega á berskjaldaðar tilfinningar Sveppa, enda umvafinn glæsimennum frá degi til dags. „Auddi er orðinn alveg helslimmaður og flottur," segir hann. „Pétur grennist og grennist. Hann er iðinn við að fara í göngutúra og passar upp á matarræðið á meðan Auddi er meira fyrir að fara í ræktina og taka skvass." Margir muna eftir þegar Gaui litli fór í sams konar átak og var vigtaður í beinni útsendingu sjónvarpsins. Sveppi óttast ekki að vera kallaður Sveppi litli um ókomna tíð. „Það eru svo mörg nöfn sem ganga um mig að ég yrði bara sáttur við það. Það er flott! Þegar ég labbaði hringinn í kringum landið var ég kallaður Sverrir Pétur. Svo þegar ég fór að bæta á mig fóru menn að kalla mig krullóttu kjötbolluna. Þannig að Sveppi litli hljómar bara ágætlega." Sveppi verður vigtaður reglulega í þætti þeirra Audda og það er mikið í húfi. Ef honum tekst ekki ætlunarverkið þarf hann að hlaupa nakinn niður Laugaveginn, en Auddi virðist sleppa létt þar sem Sveppi hefur ekki samið við hann um refsingu ef markmiðið næst. atlifannar@frettabladid.is Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Sveppi er kominn með nóg af ístrunni framan á sér. Hann ætlar að léttast um níu kíló undir leiðsögn Gillzeneggers. „Ég þarf að fara niður í 80 kíló. Það er markmiðið. Ég er svona 88,7," segir sjónvarpsmaðurinn Sverrir Þór Sverrisson, best þekktur sem Sveppi. Nektarmyndir af Sveppa birtust í þætti hans og Audda á föstudaginn í síðustu viku. Myndirnar, sem voru teknar í hótelherbergi í Finnlandi, komu Sveppa í opna skjöldu og hann sór þess eið að komast í betra form. „Ég er í mjög slæmu formi miðað við hvernig ég var í boltanum í gamla daga," segir Sveppi. „Ég var harður! Menn eru enn þá að tala um snúningana mína í hægra horninu í ÍR." Líkamsræktarfrömuðurinn Egill „þykki" Einarsson sér um að tálga kílóin utan af Sveppa, sem er afar ósáttur við valið. „Mér finnst hann óþolandi," segir Sveppi. „Hann er svo klikkaður, algjör steik. Ég er í nettri tilvistarkreppu. Ég nenni þessu ekki, síst af öllu með Gillz, en ég verð að gera þetta! Þetta er mjög erfitt, enda græt ég mig í svefn á kvöldin." Málið reynir augljóslega á berskjaldaðar tilfinningar Sveppa, enda umvafinn glæsimennum frá degi til dags. „Auddi er orðinn alveg helslimmaður og flottur," segir hann. „Pétur grennist og grennist. Hann er iðinn við að fara í göngutúra og passar upp á matarræðið á meðan Auddi er meira fyrir að fara í ræktina og taka skvass." Margir muna eftir þegar Gaui litli fór í sams konar átak og var vigtaður í beinni útsendingu sjónvarpsins. Sveppi óttast ekki að vera kallaður Sveppi litli um ókomna tíð. „Það eru svo mörg nöfn sem ganga um mig að ég yrði bara sáttur við það. Það er flott! Þegar ég labbaði hringinn í kringum landið var ég kallaður Sverrir Pétur. Svo þegar ég fór að bæta á mig fóru menn að kalla mig krullóttu kjötbolluna. Þannig að Sveppi litli hljómar bara ágætlega." Sveppi verður vigtaður reglulega í þætti þeirra Audda og það er mikið í húfi. Ef honum tekst ekki ætlunarverkið þarf hann að hlaupa nakinn niður Laugaveginn, en Auddi virðist sleppa létt þar sem Sveppi hefur ekki samið við hann um refsingu ef markmiðið næst. atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira