Erlent

Fundu bíl í eldhúsinu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Mildi þótti að eldhúsið var mannlaust.
Mildi þótti að eldhúsið var mannlaust.

Hjón í bæ einum í Suður-Wales urðu heldur betur undrandi þegar þau vöknuðu í gærmorgun og fundu bíl í eldhúsinu hjá sér, eða öllu heldur framenda á bíl. Þar reyndist ölvaður ökumaður hafa misst stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann ók gegnum húsvegg og inn í eldhúsið. Ökumaðurinn var á bak og burt en lögregla fann hann skömmu síðar og handtók hann. Íbúarnir þakka fyrir að ekki var lengra liðið á morguninn þar sem þau hefðu þá væntanlega verið í eldhúsinu að fá sér te.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×