Lífið

Horfa til íslenska markaðarins

Anna Hildur Skipuleggur You are in Control þriðja árið í röð.
Anna Hildur Skipuleggur You are in Control þriðja árið í röð.

„Við vorum að staðfesta talsmann frá Habbo Hotel, næst stærsta sýndarveruleika-leik í heiminum. Það er mjög spennandi. Það er samfélag með 138 milljón notendur og við viljum athuga hvernig vörumerki eru að notfæra sér þennan heim til að markaðssetja sig," segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir hjá Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar um ráðstefnuna You are in Control.

Hún segir viðkomandi kominn til að kíkja á íslenska tónlist og athuga mögulegt samstarf. Auk Habbo Hotel er fulltrúi Sony í Skandinavíu að skoða íslenska tónlistarmenn „og er þegar kominn með augastað á einum," segir Anna.

Á ráðstefnuna hefur verið boðið fólki frá Los Angeles, sem kaupir tónlist í bíómyndir, í framhaldi af vinnu Útflutningsskrifstofunnar í Bandaríkjunum undir nafninu Made in Iceland. Þá tala á ráðstefnunni þau Paul Bennett frá IDEO, Alicen Catron Schneider frá NBC og Universal Television og Elísabet Grétarsdóttir frá CCP.

„Við erum að þróa þetta, þriðja árið í röð. Að þessu sinni vinnum við á mjög víðum grundvelli með skapandi geiranum, kvikmynda-, hönnunar-, myndlistar- og leikjageiranum. Í sameiningu ætlum við að skoða hvernig framtíðarviðskiptamódelin líta út í afþreyingu og menningu," segir Anna.

Ráðstefnan er haldin 23.-24. september í samfloti við Alþjóðlega kvikmyndahátíð. Búist er við um hundrað manns að utan í ár, en skráning er hafin og er þátttökugjald á „gamla genginu" til fyrsta september, aðeins tólf þúsund krónur. - kbs










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.