Erlent

Ók inn í hóp fólks í skrúðgöngu

Að minnsta kosti tveir létu lífið þegar bíl var ekið inn í hóp fólks sem var að hylla hollensku konungsfjölskylduna. Beatrix drottning og fleiri úr fjölskyldunni óku um í opnum strætisvagni um götur smábæjarins Apeldoorn og er talið að ökumaðinn hafi ætlað sér að aka á vagninn.

Óstaðfestar fréttir herma að 14 séu slasaðir eftir að bíllinn ók inn í fólksfjöldann. Hann fór þvínæst rétt framhjá konungsfjölskyldunni og hafnaði á minnismerki.

Myndbönd af atburðinum má sjá á heimasíðum norska og breska ríkisútvarpsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×