Lífið

Gervais í Flanimals

Gervais talar fyrir fjólubláa litla veru í teiknimyndinni Flanimals.
Gervais talar fyrir fjólubláa litla veru í teiknimyndinni Flanimals.

Þrívíddarteiknimyndin Flanimals, sem er byggð á barnabókum grínistans Ricky Gervais, er í undirbúningi. Gervais mun einnig tala fyrir aðalpersónuna. Handritshöfundur verður Matt Selman sem hefur skrifað fyrir The Simpsons-þættina.

Bækurnar, sem eru fjórar talsins, fjalla um forljótar litlar verur og ævintýri þeirra. Í myndinni fer persóna Gervais, sem er þéttvaxin og fjólublá, í ferðalag til að breyta heiminum til hins betra. „Það verður gaman að leika lítinn, feitan og sveittan vesaling til tilbreytingar," sagði Gervais í léttum dúr.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.