Lífið

Högni með nýja plötu

Færeyski tónlistarmaðurinn hefur gefið út plötuna Haré! Haré!.
Færeyski tónlistarmaðurinn hefur gefið út plötuna Haré! Haré!.

Færeyski tónlistarmaðurinn Högni Lisberg hefur gefið út plötuna Haré! Haré!. Platan hefur fengið mikið lof í færeyskum og dönskum fjölmiðlum og þykir hann hafa fundið sinn tón með þessari þriðju plötu sinni.

Í tilefni af útgáfunni heldur Högni tvenna tónleika hérlendis um helgina. Fyrst spilar hann á Grand Rokk á föstudagskvöld ásamt hljómsveitinni Ég og á sunnudagskvöld spilar hann á Sódómu Reykjavík. Miðaverð á tónleikana er 1.000 krónur. Nánari upplýsingar um Högna má finna á Myspace.com/hognilisberg eða á Hogni.com.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.