Viðhald flugvéla eflist með falli krónu 30. apríl 2009 18:45 Aldrei fyrr hafa jafnmargir flugvirkjar verið að störfum hérlendis. Viðhaldsskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefur ekki undan að sinna verkefnum fyrir erlend flugfélög.Þota frá rússneska félaginu Jakútsía Airlines í Austur-Síberíu var að koma úr svokallaðri C-skoðun, sem kallaði á fimmþúsund vinnustundir í flugskýlinu, stundir sem greitt er fyrir með erlendum gjaldeyri.Jens Bjarnason, framkvæmdastjóri tækniþjónustu Icelandair, segir að aldrei hafi verið meira að gera og aldrei fleiri í vinnu, bæði flugvirkjar og annað starfsfólk. Segja megi að þeir hafi ekki undan þeim verkefnum sem fyrirtækið vilji sinna og verkefnastaðan sé góð, inn í framtíðina einnig.Hér eru 240 manns að störfum, þar af 170 flugvirkjar. Viðhald á sextán þotum Icelandair og dótturfélaga er enn meginverkefnið en nú er svo komið að fjörutíu prósent af starfseminni er vegna þjónustu við erlend flugfélög. Fastir samningar eru við 5-10 erlend félög. Þetta hefur þýtt nýjar starfsstöðvar bæði í Moskvu og Nýju Gíneu en stærstu viðskiptavinir eru félög í Rússlandi, Finnlandi og Nýju Gíneu.Fall krónunar hjálpar til."Það er eins með þetta fyrirtæki og önnur í gjaldeyrisskapandi starfsemi að samkeppnisstaða okkar miðað við erlenda aðila er betri núna," segir Jens.Starfsþjálfun erlendra flugvirkja er einn liður starfseminnar. Fimm slíkir frá Síberíu eru hér í sjö vikur og segjast kátir með dvölina á Íslandi. Þá er von á flugvirkjun frá Tékklandi í þjálfun.Í flugstjórnarklefanum var kona að skrúfa saman tækjabúnaðinn. Hrönn Eiríksdóttir flugvirki segir að þær séu þrjár konurnar með sveinspróf í faginu. Það sé ekkert mál fyrir konur að sinna flugvirkjun, þetta sé frábært starf.Hér er sko enginn krepputónn heldur sjá menn sóknarfæri. Jens Bjarnson segir að þetta sé þekkingariðnaður með hátt reynslu- og þekkingarstig. Í því felist mikil verðmæti. Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Aldrei fyrr hafa jafnmargir flugvirkjar verið að störfum hérlendis. Viðhaldsskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefur ekki undan að sinna verkefnum fyrir erlend flugfélög.Þota frá rússneska félaginu Jakútsía Airlines í Austur-Síberíu var að koma úr svokallaðri C-skoðun, sem kallaði á fimmþúsund vinnustundir í flugskýlinu, stundir sem greitt er fyrir með erlendum gjaldeyri.Jens Bjarnason, framkvæmdastjóri tækniþjónustu Icelandair, segir að aldrei hafi verið meira að gera og aldrei fleiri í vinnu, bæði flugvirkjar og annað starfsfólk. Segja megi að þeir hafi ekki undan þeim verkefnum sem fyrirtækið vilji sinna og verkefnastaðan sé góð, inn í framtíðina einnig.Hér eru 240 manns að störfum, þar af 170 flugvirkjar. Viðhald á sextán þotum Icelandair og dótturfélaga er enn meginverkefnið en nú er svo komið að fjörutíu prósent af starfseminni er vegna þjónustu við erlend flugfélög. Fastir samningar eru við 5-10 erlend félög. Þetta hefur þýtt nýjar starfsstöðvar bæði í Moskvu og Nýju Gíneu en stærstu viðskiptavinir eru félög í Rússlandi, Finnlandi og Nýju Gíneu.Fall krónunar hjálpar til."Það er eins með þetta fyrirtæki og önnur í gjaldeyrisskapandi starfsemi að samkeppnisstaða okkar miðað við erlenda aðila er betri núna," segir Jens.Starfsþjálfun erlendra flugvirkja er einn liður starfseminnar. Fimm slíkir frá Síberíu eru hér í sjö vikur og segjast kátir með dvölina á Íslandi. Þá er von á flugvirkjun frá Tékklandi í þjálfun.Í flugstjórnarklefanum var kona að skrúfa saman tækjabúnaðinn. Hrönn Eiríksdóttir flugvirki segir að þær séu þrjár konurnar með sveinspróf í faginu. Það sé ekkert mál fyrir konur að sinna flugvirkjun, þetta sé frábært starf.Hér er sko enginn krepputónn heldur sjá menn sóknarfæri. Jens Bjarnson segir að þetta sé þekkingariðnaður með hátt reynslu- og þekkingarstig. Í því felist mikil verðmæti.
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira