Erlent

Svínaflensa verður inflúensa A

Víða erlendis, einkum í Mexíkó og Bandaríkjunum, hefur þótt vissara að ganga um með grímu til að forðast smit. Mynd/ AFP.
Víða erlendis, einkum í Mexíkó og Bandaríkjunum, hefur þótt vissara að ganga um með grímu til að forðast smit. Mynd/ AFP.
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur ákveðið að breyta nafni á flensuveirunni sem nú breiðist út um heiminn úr svínaflensu í inflúensu A (H1N1). Þetta er gert til þess að koma til móts við sjónarmið frá kjötframleiðendum og stjórnvöldum sem hafa áhyggjur af þessari nafngift. Engar vísbendingar hafa fundist um að svínaflensan smitist með neyslu svínakjöts.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×