Erlent

Gorbatsjov gefur út geisladisk

mikhaíl gorbatsjov
mikhaíl gorbatsjov

Geisladiskurinn „Lög fyrir Raísu" sem inniheldur söng Mikhaíls Gorbatjov, fyrrverandi Sovétleiðtoga, seldist fyrir 100.000 pund, eða rúmlega 21 milljón íslenskra króna, á uppboði í London fyrir skömmu. Þetta kemur fram á vef breska dagblaðsins Guardian.

Ágóðinn af geisladisknum, sem inniheldur túlkun Gorbatsjovs á gömlum ballöðum frá Rússlandi, rennur til góðgerðarsjóðs Raísu, eiginkonu leiðtogans sem lést fyrir tíu árum. Sjóðurinn var stofnaður til að berjast gegn krabbameini í börnum.

Aðeins eitt eintak var framleitt af geisladisknum. Kaupandinn er sagður vera „ónafngreindur breskur mannvinur".- kg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×