Samkeppni á smálánamarkaði 21. október 2009 13:00 Auðvelt lán. „Við bjóðum upp á lægri vexti," segir Guðmundur Ómarsson, annar eigandi Eldhafs ehf., sem er komið í samkeppni á smálánamarkaði á Íslandi. Fyrir stuttu greindu fjölmiðlar frá fyrirtækinu Kredia sem veitir fólki svokölluð SMS-lán. Það vakti þó athygli að lánin bera mikla vexti en samkvæmt gjaldskrá Kredia þá kostar tíu þúsund króna lán 2.500 krónur. Guðmundur fullyrðir hinsvegar að fyrirtæki hans, sem heldur úti síðunni fyrirfram.is, veiti sambærileg lán á minni vöxtum. Það er, tíu þúsund króna lán til fimmtán daga kostar 2000 krónur. Þá er einnig opið allan sólahringinn hjá fyrirfram.is að sögn Guðmundar. Lánin eru gríðarlega umdeild og kölluð okurlán í daglegu tali. Lántakendur þurfa að fara inn á heimasíður fyrirtækjanna og skrá sig. Þá fá þeir sitt fyrsta lán. Eftir það geta viðkomandi sent smáskeyti og fengið lánið um hæl. Lán sem þessi hafa verið harðlega gagnrýnd á Norðurlöndum, enda beinist markaðssetningin aðallega að yngri neytendum og þeim sem hafa lítið handa á milli. Lánakjörin eru líka varhugaverð. Ef lánskjörin eru skoðuð nánar kemur í ljós að 10.000 kr. lán í 15 daga kostar 2.500 kr., hjá Kredia, 20.000 kr. lán kostar 4.750 kr., 30.000 kr. lán kostar 7.000 kr. og 40.000 kr. lán sem veitt er í allt að fimmtán daga kostar 9.250 kr. Inni í þessum kostnaðartölum er, samkvæmt upplýsingum af heimasíðu Kredia, kostnaður við lántökuna sjálfa auk vaxta en ekki er nánar sundurgreint hvað er hvað. Kostnaðurinn við minnsta lánið er því 25 prósent sem svarar til 600 prósent kostnaðar á ársgrundvelli. Forvarsmenn og lögmaður Kredia ehf. funduðu meðal annars með talsmanni neytenda og lögfræðingum frá Neytendastofu og Fjármálaeftirlitinu vegna málsins. Við það tækifæri sagði Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, sem gagnrýnt hefur lán af þessu tagi, að fundurinn hafa gengið mjög vel. Góður vilji hafi verið af allra hálfu til að meta hvaða úrbóta væri þörf og ráðast í þær. „Það er erfitt að sporna við þessu, því hér ríkir atvinnufrelsi. En ef þetta fer að festa rætur vill maður að þetta verði gert eins vel og faglega og hægt er," sagði Gísli í viðtali við Fréttablaðið á dögunum. „Ég lít ekki á þetta sem okurlán," segir Guðmundur, eigandi fyrirfram.is en hann og viðskiptafélagi hans, Ársæll Gunnlaugsson, ákváðu að reyna fyrir sér á þessum markaði þegar þeir heyrðu af Kredia. Vefurinn þeirra, fyrirfram.is fór í loftið í dag að sögn Guðmundar. Hann segir að það kosti talsvert að halda svona starfsemi úti og því séu vextirnir sem lagðir eru ofan á lánin ekki okurvextir í hans augum. Starfsemi sem þessi er algerlega lögleg á Íslandi. Aftur á móti hafa verið uppi hugmyndir á Norðurlöndum um að banna slík lán. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
„Við bjóðum upp á lægri vexti," segir Guðmundur Ómarsson, annar eigandi Eldhafs ehf., sem er komið í samkeppni á smálánamarkaði á Íslandi. Fyrir stuttu greindu fjölmiðlar frá fyrirtækinu Kredia sem veitir fólki svokölluð SMS-lán. Það vakti þó athygli að lánin bera mikla vexti en samkvæmt gjaldskrá Kredia þá kostar tíu þúsund króna lán 2.500 krónur. Guðmundur fullyrðir hinsvegar að fyrirtæki hans, sem heldur úti síðunni fyrirfram.is, veiti sambærileg lán á minni vöxtum. Það er, tíu þúsund króna lán til fimmtán daga kostar 2000 krónur. Þá er einnig opið allan sólahringinn hjá fyrirfram.is að sögn Guðmundar. Lánin eru gríðarlega umdeild og kölluð okurlán í daglegu tali. Lántakendur þurfa að fara inn á heimasíður fyrirtækjanna og skrá sig. Þá fá þeir sitt fyrsta lán. Eftir það geta viðkomandi sent smáskeyti og fengið lánið um hæl. Lán sem þessi hafa verið harðlega gagnrýnd á Norðurlöndum, enda beinist markaðssetningin aðallega að yngri neytendum og þeim sem hafa lítið handa á milli. Lánakjörin eru líka varhugaverð. Ef lánskjörin eru skoðuð nánar kemur í ljós að 10.000 kr. lán í 15 daga kostar 2.500 kr., hjá Kredia, 20.000 kr. lán kostar 4.750 kr., 30.000 kr. lán kostar 7.000 kr. og 40.000 kr. lán sem veitt er í allt að fimmtán daga kostar 9.250 kr. Inni í þessum kostnaðartölum er, samkvæmt upplýsingum af heimasíðu Kredia, kostnaður við lántökuna sjálfa auk vaxta en ekki er nánar sundurgreint hvað er hvað. Kostnaðurinn við minnsta lánið er því 25 prósent sem svarar til 600 prósent kostnaðar á ársgrundvelli. Forvarsmenn og lögmaður Kredia ehf. funduðu meðal annars með talsmanni neytenda og lögfræðingum frá Neytendastofu og Fjármálaeftirlitinu vegna málsins. Við það tækifæri sagði Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, sem gagnrýnt hefur lán af þessu tagi, að fundurinn hafa gengið mjög vel. Góður vilji hafi verið af allra hálfu til að meta hvaða úrbóta væri þörf og ráðast í þær. „Það er erfitt að sporna við þessu, því hér ríkir atvinnufrelsi. En ef þetta fer að festa rætur vill maður að þetta verði gert eins vel og faglega og hægt er," sagði Gísli í viðtali við Fréttablaðið á dögunum. „Ég lít ekki á þetta sem okurlán," segir Guðmundur, eigandi fyrirfram.is en hann og viðskiptafélagi hans, Ársæll Gunnlaugsson, ákváðu að reyna fyrir sér á þessum markaði þegar þeir heyrðu af Kredia. Vefurinn þeirra, fyrirfram.is fór í loftið í dag að sögn Guðmundar. Hann segir að það kosti talsvert að halda svona starfsemi úti og því séu vextirnir sem lagðir eru ofan á lánin ekki okurvextir í hans augum. Starfsemi sem þessi er algerlega lögleg á Íslandi. Aftur á móti hafa verið uppi hugmyndir á Norðurlöndum um að banna slík lán.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira