Samkeppni á smálánamarkaði 21. október 2009 13:00 Auðvelt lán. „Við bjóðum upp á lægri vexti," segir Guðmundur Ómarsson, annar eigandi Eldhafs ehf., sem er komið í samkeppni á smálánamarkaði á Íslandi. Fyrir stuttu greindu fjölmiðlar frá fyrirtækinu Kredia sem veitir fólki svokölluð SMS-lán. Það vakti þó athygli að lánin bera mikla vexti en samkvæmt gjaldskrá Kredia þá kostar tíu þúsund króna lán 2.500 krónur. Guðmundur fullyrðir hinsvegar að fyrirtæki hans, sem heldur úti síðunni fyrirfram.is, veiti sambærileg lán á minni vöxtum. Það er, tíu þúsund króna lán til fimmtán daga kostar 2000 krónur. Þá er einnig opið allan sólahringinn hjá fyrirfram.is að sögn Guðmundar. Lánin eru gríðarlega umdeild og kölluð okurlán í daglegu tali. Lántakendur þurfa að fara inn á heimasíður fyrirtækjanna og skrá sig. Þá fá þeir sitt fyrsta lán. Eftir það geta viðkomandi sent smáskeyti og fengið lánið um hæl. Lán sem þessi hafa verið harðlega gagnrýnd á Norðurlöndum, enda beinist markaðssetningin aðallega að yngri neytendum og þeim sem hafa lítið handa á milli. Lánakjörin eru líka varhugaverð. Ef lánskjörin eru skoðuð nánar kemur í ljós að 10.000 kr. lán í 15 daga kostar 2.500 kr., hjá Kredia, 20.000 kr. lán kostar 4.750 kr., 30.000 kr. lán kostar 7.000 kr. og 40.000 kr. lán sem veitt er í allt að fimmtán daga kostar 9.250 kr. Inni í þessum kostnaðartölum er, samkvæmt upplýsingum af heimasíðu Kredia, kostnaður við lántökuna sjálfa auk vaxta en ekki er nánar sundurgreint hvað er hvað. Kostnaðurinn við minnsta lánið er því 25 prósent sem svarar til 600 prósent kostnaðar á ársgrundvelli. Forvarsmenn og lögmaður Kredia ehf. funduðu meðal annars með talsmanni neytenda og lögfræðingum frá Neytendastofu og Fjármálaeftirlitinu vegna málsins. Við það tækifæri sagði Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, sem gagnrýnt hefur lán af þessu tagi, að fundurinn hafa gengið mjög vel. Góður vilji hafi verið af allra hálfu til að meta hvaða úrbóta væri þörf og ráðast í þær. „Það er erfitt að sporna við þessu, því hér ríkir atvinnufrelsi. En ef þetta fer að festa rætur vill maður að þetta verði gert eins vel og faglega og hægt er," sagði Gísli í viðtali við Fréttablaðið á dögunum. „Ég lít ekki á þetta sem okurlán," segir Guðmundur, eigandi fyrirfram.is en hann og viðskiptafélagi hans, Ársæll Gunnlaugsson, ákváðu að reyna fyrir sér á þessum markaði þegar þeir heyrðu af Kredia. Vefurinn þeirra, fyrirfram.is fór í loftið í dag að sögn Guðmundar. Hann segir að það kosti talsvert að halda svona starfsemi úti og því séu vextirnir sem lagðir eru ofan á lánin ekki okurvextir í hans augum. Starfsemi sem þessi er algerlega lögleg á Íslandi. Aftur á móti hafa verið uppi hugmyndir á Norðurlöndum um að banna slík lán. Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
„Við bjóðum upp á lægri vexti," segir Guðmundur Ómarsson, annar eigandi Eldhafs ehf., sem er komið í samkeppni á smálánamarkaði á Íslandi. Fyrir stuttu greindu fjölmiðlar frá fyrirtækinu Kredia sem veitir fólki svokölluð SMS-lán. Það vakti þó athygli að lánin bera mikla vexti en samkvæmt gjaldskrá Kredia þá kostar tíu þúsund króna lán 2.500 krónur. Guðmundur fullyrðir hinsvegar að fyrirtæki hans, sem heldur úti síðunni fyrirfram.is, veiti sambærileg lán á minni vöxtum. Það er, tíu þúsund króna lán til fimmtán daga kostar 2000 krónur. Þá er einnig opið allan sólahringinn hjá fyrirfram.is að sögn Guðmundar. Lánin eru gríðarlega umdeild og kölluð okurlán í daglegu tali. Lántakendur þurfa að fara inn á heimasíður fyrirtækjanna og skrá sig. Þá fá þeir sitt fyrsta lán. Eftir það geta viðkomandi sent smáskeyti og fengið lánið um hæl. Lán sem þessi hafa verið harðlega gagnrýnd á Norðurlöndum, enda beinist markaðssetningin aðallega að yngri neytendum og þeim sem hafa lítið handa á milli. Lánakjörin eru líka varhugaverð. Ef lánskjörin eru skoðuð nánar kemur í ljós að 10.000 kr. lán í 15 daga kostar 2.500 kr., hjá Kredia, 20.000 kr. lán kostar 4.750 kr., 30.000 kr. lán kostar 7.000 kr. og 40.000 kr. lán sem veitt er í allt að fimmtán daga kostar 9.250 kr. Inni í þessum kostnaðartölum er, samkvæmt upplýsingum af heimasíðu Kredia, kostnaður við lántökuna sjálfa auk vaxta en ekki er nánar sundurgreint hvað er hvað. Kostnaðurinn við minnsta lánið er því 25 prósent sem svarar til 600 prósent kostnaðar á ársgrundvelli. Forvarsmenn og lögmaður Kredia ehf. funduðu meðal annars með talsmanni neytenda og lögfræðingum frá Neytendastofu og Fjármálaeftirlitinu vegna málsins. Við það tækifæri sagði Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, sem gagnrýnt hefur lán af þessu tagi, að fundurinn hafa gengið mjög vel. Góður vilji hafi verið af allra hálfu til að meta hvaða úrbóta væri þörf og ráðast í þær. „Það er erfitt að sporna við þessu, því hér ríkir atvinnufrelsi. En ef þetta fer að festa rætur vill maður að þetta verði gert eins vel og faglega og hægt er," sagði Gísli í viðtali við Fréttablaðið á dögunum. „Ég lít ekki á þetta sem okurlán," segir Guðmundur, eigandi fyrirfram.is en hann og viðskiptafélagi hans, Ársæll Gunnlaugsson, ákváðu að reyna fyrir sér á þessum markaði þegar þeir heyrðu af Kredia. Vefurinn þeirra, fyrirfram.is fór í loftið í dag að sögn Guðmundar. Hann segir að það kosti talsvert að halda svona starfsemi úti og því séu vextirnir sem lagðir eru ofan á lánin ekki okurvextir í hans augum. Starfsemi sem þessi er algerlega lögleg á Íslandi. Aftur á móti hafa verið uppi hugmyndir á Norðurlöndum um að banna slík lán.
Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels