Fótbolti

Byrjunarliðið tilkynnt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Árni Gautur Arason er í byrjunarliði íslenska landsliðsins.
Árni Gautur Arason er í byrjunarliði íslenska landsliðsins. Mynd/Scanpix

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Liechtenstein í vináttulandsleik á La Manga klukkan 15.00 í dag.

Árni Gautur Arason mun standa vaktina í markinu en ekki Gunnleifur Gunnleifsson eins og í undanförnum leikjum landsliðsins. Gunnleifur er þó á varamannabekknum.

Sé miðið við síðasta leik Íslands í undankeppni HM 2010, gegn Makedóníu á Laugardalsvelli þann 15. október síðastliðinn, eru þrjár aðrar breytingar gerðar á byrjunarliði Íslands.

Ragnar Sigurðsson kemur inn í vörnina í stað Kristjáns Arnar Sigurðssonar. Aron Einar Gunnarsson kemur inn á miðjuna fyrir Stefán Gíslason og að síðustu Arnór Smárason í stöðu framherja í stað Veigars Páls Gunnarssonar.

Kristján Örn dró sig út úr landsliðshópnum vegna meiðsla en þeir Stefán og Veigar Páll fengu frí að þessu sinni.

Þetta er annar landsleikur Arnórs þar sem hann er í byrjunarliðinu en hann byrjaði einnig í síðasta landsleik Íslands, gegn Möltu ytra í nóvember síðastliðnum. Alls er þetta fjórði A-landsleikur Arnórs.

Byrjunarliðið:

Markvörður:

Árni Gautur Arason

Vörn:

Grétar Rafn Steinsson

Ragnar Sigurðsson

Hermann Hreiðarsson, fyrirliði

Indriði Sigurðsson

Miðja:

Birkir Már Sævarsson

Aron Einar Gunnarsson

Brynjar Björn Gunnarsson

Emil Hallfreðsson

Sóknartengiliður:

Eiður Smári Guðjohnsen

Framherji:

Arnór Smárason.

Varamenn:

Gunnleifur Gunnleifsson

Bjarni Ólafur Eiríksson

Sölvi Geir Ottesen

Pálmi Rafn Pálmason

Helgi Valur Daníelsson

Theódór Elmar Bjarnason

Garðar Jóhannsson






Fleiri fréttir

Sjá meira


×