Lífið

Forsýning á District 9

district 9
Geimverumyndin verður forsýnd í Sambíóunum við Álfabakka annað kvöld.
district 9 Geimverumyndin verður forsýnd í Sambíóunum við Álfabakka annað kvöld.

Geimverumyndin District 9, sem fór beint á toppinn vestanhafs, verður forsýnd annað kvöld í Sambíóunum við Álfabakka.

Sýningin, sem Kvikmyndir.is stendur fyrir, hefst klukkan 22.10 og eru kvikmyndaunnendur hvattir til að mæta enda hefur myndin fengið mjög góða dóma.

Hægt er að kaupa miða á síðunni eða í bíóinu sjálfu.

Sjálfur Peter Jackson framleiðir District 9 sem fjallar um risastórt geimskip sem lendir í Suður-Afríku.

Hópur fólks er sendur á svæðið og flytur geimverurnar um borð yfir á aflokað svæði sem nefnist District 9, með hrikalegum afleiðingum. Myndin verður frumsýnd hérlendis 18. september.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.