Innlent

Ætlað að auka skilvirkni og gegnsæi

Segir 10 til 15 milljónir sparast með því að leggja niður nefndir.
Segir 10 til 15 milljónir sparast með því að leggja niður nefndir.
Stjórnskipulag Akraneskaupstaðar tók miklum breytingum um áramót. Margar nefndir voru aflagðar og verkefni þeirra færð undir ný ráð; fjölskylduráð og framkvæmdaráð. Í þeim munu kjörnir fulltrúar sitja, líkt og í bæjarráði sem starfar áfram.

Samhliða urðu svið bæjarins - sem á starfa embættismenn - að stofum og heita eftirleiðis fjölskyldustofa, framkvæmdastofa og skipulags- og umhverfisstofa auk aðalskrifstofu.

Gísli S. Einarsson bæjarstjóri segir að þegar breytingarnar verði að fullu komnar til framkvæmda sparist tíu til fimmtán milljónir króna á ári.

Skipulagsbreytingarnar nú eru afrakstur starfs sem hófst að loknum kosningunum 2006. Leiðarljósið var að gera stjórnsýsluna gegnsærri og auka skilvirkni hennar.

Gísli segir að jafnframt hafi verið stigið stórt skref í átt til aukins lýðræðis þar sem kjörnum fulltrúum sé falið veigameira hlutverk en áður. Þeir komi að málum á fyrstu stigum sem geri lýðræðið opnara og virkara. Þá verði hlutverk og ábyrgð kjörinna fulltrúa og ráðinna embættismanna gleggra og skýrara með erindisbréfum.

Breytingarnar voru gerðar í samráði við samgönguráðuneytið sem fer með málefni sveitarfélaganna. Að sögn Gísla hafa þær vakið áhuga sveitarstjórnarmanna í nágrannasveitarfélögum.- bþs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×