Bjarki: Það er ekki langt í að ég gangi af göflunum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. nóvember 2009 00:01 Bjarki Sigurðsson. Margir handboltaáhugamenn ráku upp stór augu um helgina þegar gamla kempan Bjarki Sigurðsson birtist í búningi FH-liðsins. Bjarki er orðinn 42 ára gamall en hefur samt ekki sagt sitt síðasta í boltanum hér heima. „Þetta voru fæstu mínútur sem ég hef spilað í leik síðan ég spilaði minn fyrsta leik fyrir Víking á sínum tíma,“ sagði Bjarki léttur. Hann spilaði nokkra leiki með Víkingi í úrvalsdeildinni í fyrra en hætti þar sem honum fannst hann ekki passa í hópinn. Héldu margir að það hefðu verið hans síðustu leikir í efstu deild en svo var nú ekki. „Ég hef verið að spila í utandeildinni en var ekki ánægður með spilamennskuna þar. Sjálfur er ég að æfa mikið, hleyp úti og er því í góðu formi. Svo hringir Einar Andri, þjálfari FH, í mig og biður mig að koma á æfingar þar sem örvhenta skyttan í liðinu hafi puttabrotnað. Ég var nú á báðum áttum en ákvað að slá til og mæta. Ég fór því úr utandeildinni í eitt sterkasta lið landsins á mettíma,“ sagði Bjarki og hló við. „Ég er þarna til þess að leysa menn af og ef ég get hjálpað til og jafnvel kennt einhverjum eitthvað þá er það hið besta mál,“ sagði Bjarki en er það ekki óðs manns æði fyrir mann á hans aldri að vera að standa í þessu? „Það hafa margir spurt mig að því hvort ég sé að ganga af göflunum. Það má kannski segja að það sé ekki langt í að ég gangi af göflunum. Annars er ég fíkill og hef bara rosalega gaman af þessu. Það er skemmtilegra að æfa með þessum strákum en að æfa einn, þó svo að ég hafi orðið gaman af því að hlaupa.“ Bjarki segir að hann fái enga sérmeðferð hjá leikmönnum FH-liðsins þó svo að hann sé kannski kominn af léttasta skeiði. Í FH-liðinu er sonur hans, Örn Ingi, og þeir feðgar spiluðu saman gegn Haukum um síðustu helgi. „Það er vissulega gaman að spila með stráknum og stór bónus. Það er líka gaman að vera í þessu flotta liði. Þarna eru góðir strákar,“ sagði Bjarki, sem ætlar að taka einn dag fyrir í einu og lofar engu um hvað hann verði lengi í viðbót í boltanum. Olís-deild karla Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór/KA - Stjarnan | Hörkuleikur í Boganum Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Sjá meira
Margir handboltaáhugamenn ráku upp stór augu um helgina þegar gamla kempan Bjarki Sigurðsson birtist í búningi FH-liðsins. Bjarki er orðinn 42 ára gamall en hefur samt ekki sagt sitt síðasta í boltanum hér heima. „Þetta voru fæstu mínútur sem ég hef spilað í leik síðan ég spilaði minn fyrsta leik fyrir Víking á sínum tíma,“ sagði Bjarki léttur. Hann spilaði nokkra leiki með Víkingi í úrvalsdeildinni í fyrra en hætti þar sem honum fannst hann ekki passa í hópinn. Héldu margir að það hefðu verið hans síðustu leikir í efstu deild en svo var nú ekki. „Ég hef verið að spila í utandeildinni en var ekki ánægður með spilamennskuna þar. Sjálfur er ég að æfa mikið, hleyp úti og er því í góðu formi. Svo hringir Einar Andri, þjálfari FH, í mig og biður mig að koma á æfingar þar sem örvhenta skyttan í liðinu hafi puttabrotnað. Ég var nú á báðum áttum en ákvað að slá til og mæta. Ég fór því úr utandeildinni í eitt sterkasta lið landsins á mettíma,“ sagði Bjarki og hló við. „Ég er þarna til þess að leysa menn af og ef ég get hjálpað til og jafnvel kennt einhverjum eitthvað þá er það hið besta mál,“ sagði Bjarki en er það ekki óðs manns æði fyrir mann á hans aldri að vera að standa í þessu? „Það hafa margir spurt mig að því hvort ég sé að ganga af göflunum. Það má kannski segja að það sé ekki langt í að ég gangi af göflunum. Annars er ég fíkill og hef bara rosalega gaman af þessu. Það er skemmtilegra að æfa með þessum strákum en að æfa einn, þó svo að ég hafi orðið gaman af því að hlaupa.“ Bjarki segir að hann fái enga sérmeðferð hjá leikmönnum FH-liðsins þó svo að hann sé kannski kominn af léttasta skeiði. Í FH-liðinu er sonur hans, Örn Ingi, og þeir feðgar spiluðu saman gegn Haukum um síðustu helgi. „Það er vissulega gaman að spila með stráknum og stór bónus. Það er líka gaman að vera í þessu flotta liði. Þarna eru góðir strákar,“ sagði Bjarki, sem ætlar að taka einn dag fyrir í einu og lofar engu um hvað hann verði lengi í viðbót í boltanum.
Olís-deild karla Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór/KA - Stjarnan | Hörkuleikur í Boganum Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Sjá meira