Innlent

Enginn seðlabankastjóri á landinu um stund

Svein Harald Öygard kom frá útlöndum í dag. MYND/Af heimasíðu ráðgjafafyrirtækisins McKinsey.
Svein Harald Öygard kom frá útlöndum í dag. MYND/Af heimasíðu ráðgjafafyrirtækisins McKinsey.
Seðlabankastjóralaust var á landinu um tíma í dag þegar að Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri hélt af landi brott á fund við norræna seðlabankastjóra. Þá var Svein Harald Öygard seðlabankastjóri rétt ókominn að utan af fundi sem hann hafði átt með fulltrúum annarra viðskiptabanka.

Þær upplýsingar fengust úr Seðlabanka Íslands að bæði seðlabankastjóri og aðstoðarseðlabankastjóri hefðu verið í virku sambandi við bankann með GSM símum og því hefði fjarvera þeirra ekki sett strik í reikninginn.

Þegar þrír bankastjórar störfuðu við bankann voru rökin fyrir því meðal annars þau að það væri óæskilegt að sú staða gæti komið upp að það væri enginn bankastjóri staddur á landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×