Innlent

Framsóknarmenn létu illa af stjórn forseta

Ásta Ragnheiður þurfti að slá yfir þrjátíu sinnum í bjölluna til að hafa hemil á þingmönnum Framsóknarflokks.
Ásta Ragnheiður þurfti að slá yfir þrjátíu sinnum í bjölluna til að hafa hemil á þingmönnum Framsóknarflokks. Mynd/Stefán
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir bað þingmenn Framsóknarflokksins, þau Eygló Harðardóttur og Sigmund Davíð Gunnlaugsson að virða fundarsköp þingsins á þingfundi í dag. Þótti Ástu sem þau Eygló og Sigmundur væru að nýta tíma sem ætlaður er til umræðu um fundadstjórn forseta til þess að ræða önnur málefni.

Eygló hafði þá komið í pontu og hvatt Ástu til að beita sér fyrir því að haldinn yrði fundur í menntamálanefnd Alþingis. Sigmundur kom hinsvegar upp í ponti með Fréttablað dagsins í hendi og hvatti forseta til þess að fá Jóhönnu Sigurðardóttir, forsætisráðherra, til þess að mæta í þingið.

Þótti Ragnheiði sem þau Sigmundur og Eygló hefðu farið langt út fyrir efnið og sló yfir þrjátíu sinnum í bjölluna til að leggja áherslu á mál sitt og ítrekaði að þessum dagskrárlið væri ætlað að fjalla um fundarstjórn forseta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×