Innlent

Dæmdir fyrir að stela úr Bónus

Bónus. Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Bónus. Myndin tengist ekki fréttinni beint.

Tveir menn af erlendum uppruna voru dæmdir fyrir þjófnaðarbrot í Bónus á Selfossi fyrir rúmlega fjörtíu og eitt þúsund krónur. Annar mannanna hefur áður gerst sekur um þjófnaðarbrot auk þess sem hann hefur verið sviptur ökuréttindum vegna ölvunaraksturs.

Mennirnir voru ekki viðstaddir þegar dómur var kveðinn upp. Annar mannanna hlaut 60 þúsund króna sekt fyrir þjófnaðinn en hinum manninum var ekki gerð sérstök refsing í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×