Lífið

Spánn breytti lífi Paltrow

Leikkonan segir að Spánn hafi breytt lífi hennar. Hún fer þangað á hverju ári með fjölskyldunnni.
Leikkonan segir að Spánn hafi breytt lífi hennar. Hún fer þangað á hverju ári með fjölskyldunnni.

Leikkonan Gwyneth Paltrow segir að Spánn hafi breytt lífi hennar og landið hafi orðið hennar annað heimili eftir að hún bjó þar á unglingsárum sínum. Núna heimsækir hún landið að minnsta kosti einu sinni á ári og leggur áherslu á að börnin hennar Apple og Moses, sem hún á með popparanum Chris Martin, læri tungumálið í leiðinni.

„Þegar ég var fimmtán ára heimsótti ég lítinn bæ rétt fyrir utan Talavera de la Reina og það var yndisleg upplifun. Það breytti lífi mínu," segir Paltrow. „Þetta land er allt öðruvísi en Bandaríkin. Það býr yfir langri sögu.

Byggingarnar eru aldagamlar en hérna í Bandaríkjunum er gömul bygging kannski sautján ára. Fólkið sem býr þarna virðist líka njóta lífsins betur. Það er ekki á fullri ferð eins og í New York. Það nýtur tímans með fjölskyldu sinni og er ekki sífellt að nota Blackberries-síma." Paltrow segist tala við börnin sín á spænsku. „Moses talar dálítið en skilur allt. Apple talar heilmikla spænsku," segir hún.

Á meðal nýjustu verkefna leikkonunnar er gerð sjónvarpsþáttar um Spán og matargerð landsins auk þess sem matreiðslubók er í smíðum um bandaríska matargerð með spænskum áhrifum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.