Innlent

Vaxtastefnan snara um háls atvinnulífsins

Þór Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins í dag. Þór var endurkjörinn formaður samtakanna með 74% greiddra atkvæða.
Þór Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins í dag. Þór var endurkjörinn formaður samtakanna með 74% greiddra atkvæða. MYND/Pjetur

Þór Sigfússon, formaður Samtaka atvinnulífsins, segir að samtökin hafi ítrekað sagt að koma verði atvinnulífinu af stað til að hægt sé að skapa störf. Lækka verði vexti hratt. „Vaxtastefnan hérlendis hefur verið sem snara um háls atvinnulífsins. Háir vextir hérlendis lama hundruð fyrirtækja í hverjum mánuði og koma þeim úr umferð. Munum að hávaxtastefnan er heimatilbúin og ein stærsta einstaka ástæðan fyrir því hversu illa er komið fyrir landinu okkar," sagði Þór í ræðu á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins í dag. Hann var endurkjörinn formaður með 74% greiddra atkvæða.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, mun ávarpa fundinn í dag.

Þór sagði í ræðu sinni að endurreisa þurfi bankakerfið en varast ber að festa ríkisrekstur banka í sessi. „Slíkir bankar munu ekki með góðu móti geta þjónað viðskiptavinum sínum og án aðkomu erlendra aðila mun aðgangur Íslands að erlendum fjármagnsmörkuðum verða takmarkaður."

Aðgerðarleysi í ríkisfjármálum er áhyggjuefni, að mati Þórs. Miklu skipti að ríkisfjármálin verði tekin föstum tökum á næstu fjárlagaárum og ekki síst fyrir árið 2010. Þörf sé á nýskipan í ríkisrekstri. „Atvinnulífið er reiðubúið til þess að koma að þeirri vinnu af krafti," sagði Þór.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×