Lífið

Fjölskrúðug og yndisleg múm

múm Hljómsveitin múm hefur fengið góða dóma fyrir sína nýjustu plötu.
múm Hljómsveitin múm hefur fengið góða dóma fyrir sína nýjustu plötu.

Dómar um nýjustu plötu múm, Sing Along to Songs You Don’t Know, hafa verið að birtast í erlendum fjölmiðlum að undanförnu. Bestu dómana fær hún í breska tímaritinu Mojo, eða fimm stjörnur, en The Guardian gefur henni hins vegar þrjár stjörnur og tímaritið Q aðeins tvær af fimm mögulegum.

Tónlistarsíðan Drowned in Sound gefur henni 7 af 10 mögulegum.

„Platan var tekin upp þegar efnahagskreppan á Íslandi skall á. Þrátt fyrir að textarnir gætu átt erfitt með að standa undir 18% vöxtunum vonaðist sveitin eftir því að óánægja landsmanna myndi veita henni innblástur,“ segir gagnrýnandinn.

„Það hefur margborgað sig hjá múm að hafa víkkað út sjóndeildarhring sinn með því að bæta fleiri hljóðfærum í sarpinn. Bestu augnablikin á Sing Along … bjóða upp á fjölskrúðugra landslag en nokkru sinni fyrr.“

Musicomh.com gefur plötunni fjóra í einkunn af fimm mögulegum. „Ef þið hafið ekki kynnst viðkvæmum og yndislegum hljómi sveitarinnar er rétta stundin runnin upp.“ Hér í Fréttablaðinu fékk hún fjórar stjörnur af fimm mögulegum og var sögð besta íslenska plata ársins hingað til.

Múm er lögð af stað í umfangsmikla tónleikaferð um Evrópu og Norður-Ameríku til að fylgja plötunni eftir. Sveitin spilaði í Bretlandi fyrir skömmu en fram undan eru tónleikar í Þýskalandi, Belgíu og Frakklandi. Ferðin til Norður-Ameríku hefst 21. október og stendur yfir til 7. nóvember. Þar verður spilað í New York, Toronto, Seattle, Los Angeles og á fleiri góðum stöðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.