Innlent

BRSB: Fleiri ljón á veginum

Árni Stefán Jónsson, varaformaður BSRB.
Árni Stefán Jónsson, varaformaður BSRB. Mynd/Völundur Jónsson
„Það eru fleiri ljón í veginum en ég gerði ráð fyrir í byrjun vikunnar um að aðilar næðu saman," segir Árni Stefán Jónsson, varaformaður BSRB, á vefsíðu samtakanna um hvernig þríhliða viðræðum aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar um stöðugleikasáttmálann miðar. Hann segir að ágreiningurinn snýst fyrst og fremst um hvernig skuli fara með ríkisfjármálin.

Árni Stefán segir fulltrúa opinberra starfsmanna vera með talsvert aðrar áherslur en Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands. Opinberir starfsmenn leggi meiri áherslu á að afla tekna til að ná jafnvægi í ríkisbúskapnum en að ná því með niðurskurði.

Varaformaðurinn segir að að þessi ágreiningur hafi ekki enn verið leystur en frá ríkisstjórninni hafi komið fram svipaðar áherslur og frá samtökum opinbera vinnumarkaðarins.


Tengdar fréttir

Átök koma í veg fyrir undirritun stöðugleikasáttmála

Deilur um hvernig taka skuli á ríkisfjármálunum gera það að verkum að ekki er hægt að ganga frá stöðugleikasáttmála. Formaður Kennarasambands Íslands segir mikla óvissu um framhaldið en að hlutirnir skýrist væntanlega betur í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×