Lífið

Guðmundur fjallar um leiðina að silfrinu í Skemmtigarðinum

Skemmtigarðurinn í Grafarvogi var nýverið opnaður formlega. Í garðinum er boðið upp á margs konar skemmtun fyrir allar gerðir hópa sem vilja bregða á leik, efla andann og eiga eftirminnilegan dag í ævintýralegu umhverfi. Meðal þess sem boðið er upp á er fyrirlestur landsliðsþjálfarans, Guðmundar Guðmundssonar.

Fram kemur í tilkynningu að eitt það vinsælasta sem Skemmtigarðurinn bíður upp á er hópefli í gegnum allskyns skemmtilega leiki sem miðar að því að hrista starfsfólk fyrirtækja saman. Einnig er boðið upp á fyrirlestur Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara í handbolta, „Leiðin að silfrinu" þar sem hann fer yfir lykilinn að árangri landsliðsins og hvernig yfirfæra má aðferðafræði íþróttanna inn í starf hópsins.

„Við höfum fengið miklu betri móttökur en við áttum von á, sem við erum afskaplega ánægð með. Það er uppselt suma daga hjá okkur," segir Eyþór Guðjónsson, framkvæmdastjóri Skemmtigarðsins.

Eyþór segir að markmið garðsins sé að tengja saman útivist, hópefli og afþreyingu fyrir viðskiptavini. Skemmtigarðurinn bjóði upp á ýmsa þjónustu fyrir allar gerðir hópa, fyrirtæki, skóla, íþróttafélög og ferðamenn.

Skemmtigarðurinn býður m.a. upp á Paintball og einnig upp á lazertag á þremur mismundandi ævintýra völlum; Frumskógarvelli, Villta vestrinu og Víkingavelli. Sviðsmyndin fyrir Villta vestrið er hönnuð af Hollywood leikmyndahönnuðinum Robb Wilson King sem hefur hannað leikmyndir fyrir yfir fimmtíu Hollywood myndir, þar á meðal Scary Movie, Rush Hour og Hostel 2. Skemmtigarðurinn, í samstarfi við ÍTR, bíður einnig upp á strandblak, frisbí golf og klifur í klifurturni.

„Þeir hópar sem til okkar hafa komið eru himinlifandi yfir nýbreytninni og greinilegt að það eru margir hópar sem eru þessa daganna að leggja áherslu á að þjappa fólkinu sínu saman. Okkur finnst því frábært að geta lagt okkar af mörkum í þeim efnum," segir Eyþór.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.