Innlent

Stúdentar skora á Katrínu að skrifa ekki undir reglur LÍN

Stúdentaráð Háskóla Íslands afhenti Katrínu Jakobsdóttur, menntamálaráðherra, áskorun eftir ríkisstjórnarfund í dag þar sem ráðið skorar á hana að skrifa ekki undir nýjar úthlutunarreglur Lánasjóðs íslenskra námsmanna sem samþykktar voru í stjórn LÍN í gær. Stúdentaráð vill að Katrín leiti heldur leiða til að styrkja Lánasjóðinn með tilfærslu fjár innan ríkisins.

„Sé það raunverulegt markmið ríkisstjórnarinnar að byggja upp íslenskt samfélag sem leggur áherslu á jöfnuð og nýsköpun þá verður að setja menntun í forgang og tryggja að grunnframfærsla námslána verði hækkuð," segir í áskorun Stúdentaráðs.

Stúdentaráð hvetur ríkisstjórnina til að láta það ekki verða eitt af sínum fyrstu verkum að gera háskólanám aftur að forréttindum hinna ríku með því að halda námslánum þannig að aðeins þeir ríku geti lifað á þeim.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×