Erlent

Árás á búðir Mujahedeen-samtakanna

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Stuðningsmenn Mujahedeen-samtakanna mótmæla fyrir utan Hvíta húsið í maí.
Stuðningsmenn Mujahedeen-samtakanna mótmæla fyrir utan Hvíta húsið í maí.

Fjórir eru látnir og tæplega 400 særðir eftir að íraskir hermenn réðust á búðir íranskra hryðjuverkasamtaka í Írak í gærkvöldi. Það voru búðir Mujahedeen-samtakanna sem urðu fyrir árásinni en Mujahedeen eru íranskir stjórnarandstæðingar sem tengjast hryðjuverkastarfsemi. Merkilegt nokk bar árásina upp á sama dag og Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, birtist í óvæntri heimsókn í Írak. Um 30 félagar í Mujahedeen voru teknir höndum meðan á árásinni stóð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×