Lífið

Réðu 19 ára trymbil

Billy Corgan Trommarinn Mike Byrne hefur gengið til liðs við Smashing Pumpkins.Nordicphotos/Getty
Billy Corgan Trommarinn Mike Byrne hefur gengið til liðs við Smashing Pumpkins.Nordicphotos/Getty

Nítján ára trommari, Mike Byrne, hefur gengið til liðs við rokkarana í Smashing Pumpkins. Forsprakkinn Billy Corgan hélt áheyrnarpróf fyrir framtíðartrommara sveitarinnar og um eitt þúsund sóttu um hina eftirsóttu stöðu. „Mike virtist hafa þennan X-Faktor sem allir frábærir trommarar hafa. Hann býr yfir ótrúlegri blöndu af krafti, hraða og reisn,“ sagði Corgan um Byrne. „Ég er spenntur fyrir því að vinna með honum í framtíðinni. Hann á svo sannarlega skilið þetta tækifæri. Hann á eftir að gera mig að betri tónlistarmanni.“

Byrne mun taka við trommukjuðunum af Jimmy Chamberlin sem yfirgaf Pumpkins í mars síðastliðnum. Sveitin er að undirbúa nýja plötu sem mun fylgja á eftir Zeitgeist sem kom út fyrir tveimur árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.