Skilar bæði arði og árangri 20. ágúst 2009 02:15 Markmiðið með starfsemi Hringsjár er að fólk öðlist færni við að fá störf sem henta því. Kostar starfsemin um 66 milljónir á ári.fréttablaðið/arnþór Hringsjá, náms- og starfsendurhæfing, er gríðarlega arðbær stofnun í rekstri, að sögn Ragnheiðar Lindu Skúladóttur, forstöðumanns Hringsjár. Ef nemandi, um þrítugt, sem annars væri á örorkubótum, kemur og endurhæfist á stofnuninni, fær fullt starf á meðallaunum til 67 ára og borgar sinn skatt, skilar hann um það bil jafn miklum peningum til samfélagsins og kostar að reka Hringsjá á ári. „Starfsemin er ekki bara arðbær heldur eykur hún lífsgæði fólks,“ segir Ragnheiður Linda. Um 80 prósent af þeim sem ljúka námi eru í áframhaldandi námi eða við störf eftir endurhæfingu hjá Hringsjá. Þetta kemur fram í nýrri árangursmælingu. Hringsjá er ætluð fólki yfir 18 ára sem orðið hefur fyrir skakkaföllum í lífinu, lent í alvarlegum slysum eða verið atvinnulaust í langan tíma. Endurhæfingin felst í einstaklingsmiðuðu námi með sérhæfðri ráðgjöf. „Markmiðið er að fólk öðlist færni við að fá störf sem henta því,“ segir Ragnheiður Linda. Sá sem vill stunda námið þarf að sækja sjálfur um en umsóknin er studd meðmælabréfi frá viðurkenndum aðila sem þekkir vel til haga viðkomandi og telur námið henta vel. Námsefnið er einstaklingsmiðað og rifjar upp síðustu árin í grunnskóla og fyrstu framhaldsskólaárin. „Námið getur verið einingabært og er metið til eininga í öðrum framhaldsskólum. Fólk frá okkur hefur líka farið beint í frumgreinadeild í háskólunum,“ segir Ragnheiður Linda. Námsfögum er skipt í þrennt: almenn bóknámsfög, eins og íslenska, stærðfræði og félagsfræði og létt störf, eins og tölvur og bókhald. Síðan eru fög sem lúta að persónulegri og félagslegri tækni eins og leiklist og tjáning. Nemendur Hringsjár eru 18 ára og eldri, konur í meirihluta. Meðalaldur nemenda er í kringum 40 ára. Félagslífið er nokkuð öflugt, þrátt fyrir þetta breiða aldursbil. „Við erum með tyllidaga, haustferð og þegar kreppan skall á var hamingjuvika. Við leggjum mest upp úr persónulegri nálgun. Að fólk finni öryggi og tilgang og að það sjálft skipti máli.“ vidir@frettabladid.is Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira
Hringsjá, náms- og starfsendurhæfing, er gríðarlega arðbær stofnun í rekstri, að sögn Ragnheiðar Lindu Skúladóttur, forstöðumanns Hringsjár. Ef nemandi, um þrítugt, sem annars væri á örorkubótum, kemur og endurhæfist á stofnuninni, fær fullt starf á meðallaunum til 67 ára og borgar sinn skatt, skilar hann um það bil jafn miklum peningum til samfélagsins og kostar að reka Hringsjá á ári. „Starfsemin er ekki bara arðbær heldur eykur hún lífsgæði fólks,“ segir Ragnheiður Linda. Um 80 prósent af þeim sem ljúka námi eru í áframhaldandi námi eða við störf eftir endurhæfingu hjá Hringsjá. Þetta kemur fram í nýrri árangursmælingu. Hringsjá er ætluð fólki yfir 18 ára sem orðið hefur fyrir skakkaföllum í lífinu, lent í alvarlegum slysum eða verið atvinnulaust í langan tíma. Endurhæfingin felst í einstaklingsmiðuðu námi með sérhæfðri ráðgjöf. „Markmiðið er að fólk öðlist færni við að fá störf sem henta því,“ segir Ragnheiður Linda. Sá sem vill stunda námið þarf að sækja sjálfur um en umsóknin er studd meðmælabréfi frá viðurkenndum aðila sem þekkir vel til haga viðkomandi og telur námið henta vel. Námsefnið er einstaklingsmiðað og rifjar upp síðustu árin í grunnskóla og fyrstu framhaldsskólaárin. „Námið getur verið einingabært og er metið til eininga í öðrum framhaldsskólum. Fólk frá okkur hefur líka farið beint í frumgreinadeild í háskólunum,“ segir Ragnheiður Linda. Námsfögum er skipt í þrennt: almenn bóknámsfög, eins og íslenska, stærðfræði og félagsfræði og létt störf, eins og tölvur og bókhald. Síðan eru fög sem lúta að persónulegri og félagslegri tækni eins og leiklist og tjáning. Nemendur Hringsjár eru 18 ára og eldri, konur í meirihluta. Meðalaldur nemenda er í kringum 40 ára. Félagslífið er nokkuð öflugt, þrátt fyrir þetta breiða aldursbil. „Við erum með tyllidaga, haustferð og þegar kreppan skall á var hamingjuvika. Við leggjum mest upp úr persónulegri nálgun. Að fólk finni öryggi og tilgang og að það sjálft skipti máli.“ vidir@frettabladid.is
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira