Lífið

Noel má taka upp sólóplötu

Oasis Liam stendur ekki í vegi fyrir bróður sínum vilji hann gera sólóplötu.
Oasis Liam stendur ekki í vegi fyrir bróður sínum vilji hann gera sólóplötu.

Liam Gallagher, söngvari Oasis, ætlar ekki að standa í vegi fyrir því að bróðir hans Noel taki upp sólóplötu. Noel hefur gefið í skyn að hann vilji taka upp sína fyrstu sólóplötu eftir að Oasis lýkur núverandi tónleikaferð sinni.

„Hver veit, kannski þarf hann að gera þessa sólóplötu. Ef það veitir honum hamingju þá er það hið besta mál," sagði Liam. Tónleikaferðinni, sem hefur staðið yfir í þrettán mánuði, lýkur um næstu helgi. „Ef ég mætti ráða myndum við taka okkur sex mánaða frí og fara síðan aftur í hljóðverið og taka upp plötu," bætti Liam við.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.